Hvaða stjarna skín skært í vestri við sólsetur?

Náttúran setur reglulega fallegar sýningar á svið fyrir okkur. Það er svo undir okkur komið að líta í kringum okkur og njóta þess sem fyrir augum ber. 

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi á hug flestra þessa dagana enda afar tignarlegt. Þau ykkar sem skoðað hafa gosið í ljósaskiptunum hafið eflaust tekið eftir skærri stjörnu á vesturhimni. Við hlið hennar er önnur stjarna, reyndar ekki eins skær en áberandi engu að síður.

Þessar fallegu stjörnur eru ástarstjarnan Venus og sendiboðinn Merkúríus, innstu reikistjörnur sólkerfisins.

venus_merkurius_3april2010.jpg

Flestir hafa séð Venus á kvöld- eða morgunhimninum einhvern tímann á ævinni. Mun færri hafa séð Merkúríus enda er hann oftast nær frekar daufur. Hann er enda miklu minni, miklu nær sólinni og oftast talsvert fjarlægari en Venus.

Hér er gullið tækifæri til að berja hann loks augum. Tíminn er naumur því í kringum 10. apríl byrjar reikistjarnan að dofna mjög hratt. Hann er nefnilega að nálgast sólina og við það verður sífellt minni hluti hans upplýstur frá jörðu séð.

Kannski eru eldgos líka í gangi á Venusi þessa stundina. Hver veit?

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa færslu, nákvæmlega það sem mér finnst virkilega gaman að vita.

Maður kommentar allt of sjaldan hérna og þakkar fyrir áhugaverðar upplýsingar og skemmtilega skrifaðar færslur. Ég les þær, a.m.k. flestar, af miklum áhuga. Takk fyrir mig.

ps. haldið endilega áfram að láta okkur vita þegar reikistjörnurnar sjást og hvar og hvenær þær sjást helst.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband