Glæsilegur sólstormur handan við hornið

6648726603_93322c885a_z.jpg

Annan janúar síðastliðinn varð meðalstór sólblossi og kórónusvketta á fjærhlið sólarinnar. Solar Dynamics Observatory gervitungl NASA fylgdist með sýningunni í um þrjár klukkustundir þegar rafgasið streymdi tignarlega út í geiminn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði náði hluti rafgassins ekki að sleppa frá sólinni og féll aftur niður á yfirborðið í nokkurs konar rafgasrigningu.

Þessi skvetta beindist ekki að jörðinni en ef svo hefði verið, hefði líklega orðið glæsileg norðurljósasýning tveimur til þremur dögum síðar.

Hægt er að fræðast meira um sólina, sólblossa og kórónuskvettur á Stjörnufræðivefnum.

Mynd: NASA/GSFC/SDO

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er eins og slöngvivaður. Er þetta ekki sýnt á margföldum hraða á myndbandinu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2012 kl. 22:49

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Jú, þetta eru þrjár klukkustundir sýndar mjög hratt. Sólin er risastór!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 6.1.2012 kl. 22:59

3 identicon

Þetta er stórkostleg mynd.

Spyr mig eins og Gunnar Th. Hvað fer gasið hratt?

Hróbjartur Darri (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 12:47

4 identicon

Er einhver leið að áætla efnismagnið í svona skvettum?

Badu (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 16:44

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hróbjartur: Gasið ferðast með milli 500 til 1500 km hraða á sekúndu eða 500.000 til 1,5 milljón metra á sekúndu. Á þeim tíma er það tvo til fjóra daga eða svo að berast til jarðar. Þetta er meðalstór blossi svo hraði agnanna á myndinni er líklega einhvers staðar í kringum 1000 km á sekúndu.

Badu: Já, massi kórónuskvetta er á bilinu 1 til 10 milljarðar tonna. Ég veit ekki nákvæmlega efnismagnið í þessari skvettu en þar sem hún er meðalstór, þá er það örugglega einhver staðar á bilinu 1 til 5 milljarðar tonna.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.1.2012 kl. 18:37

6 identicon

Mjög áhugavert, en ég verða að nefna það að ég held að mogginn sé virkilega sokkinn niður í nýjar lægðir í vísindaumfjöllun þegar þeir gera frétt með því að copy paste-a hluti af blogginu ykkar.

Glæsileg umfjöllun hjá ykkur eins og alltaf, en þessi vísindadálkur á mbl.is er náttúrulega til háborinnar skammar eins og vanalega.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 09:26

7 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir það Jón. Verð þó að viðurkenna að ég hef bara dálítið gaman af því þegar mbl vísar á okkur.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.1.2012 kl. 10:37

8 identicon

Haha það er kannski pæling

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband