45 ár liðin frá því að ein áhrifamesta ljósmynd sögunnar var tekin

Á aðfangadagskvöld verða 45 ár liðin frá því að ein áhrifamesta og frægasta ljósmynd sögunnar var tekin.

Þegar geimfarar um borð i Apollo 8 voru á sinni fjórðu ferð í kringum tunglið þann 24. desember árið 1968, sáu þeir Jörðina rísa yfir gráu, líflausu yfirborði tunglsins. Geimfarinn Bill Anders tók þá þessa frægu mynd:

nasa-apollo8-dec24-earthrise.jpg

Hugsa sér! Um jólin fyrir 45 árum gat fólk í fyrsta sinn í sögunni horft á tunglið og sagt að þarna uppi væru menn! Það sem ég gæfi fyrir að fara aftur í tímann og upplifa það.

Á Stjörnufræðivefnum er meiri fróðleikur um myndina.

Fjallað var um leiðangur Apollo 8 í ellefta þætti Kapphlaupsins til tunglsins en á hann má hlíða hér.

Þetta er uppáhalds Apollo geimferðin mín og auðvitað mín uppáhalds ljósmynd líka.

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru stjórnvöld á Íslandi búin að viðurkenna háþroskað líf utan jarðar/Hverjum myndum við trúa til að flytja okkur fréttir þess efnis að við værum ekki ein í alheiminum?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1285879/

Jón Þórhallsson, 21.12.2013 kl. 18:07

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég man hvað ég var vantrúaður á orð Kendís forseta að senda ætti menn til tunglsins en svo rann stundin upp og maður las allt sem fjallaði um málið og sat svo bergnuminn við sjónvarpsskjáinn til að fylgjast með.

Þórólfur Ingvarsson, 22.12.2013 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband