Hvađ eru sólblettir?

sunspots_earth_size_big.jpgÍtarlegar upplýsingar um sólina og sólbletti er ađ finna á Stjörnufrćđivefnum.

Mbl.is hefur stađiđ sig nokkuđ vel ađ undanförnu í vísindafréttum. Vonandi heldur ţađ áfram. Hér hefđi ég viljađ sjá útskýringu á ţví hvađ sólblettir eru. Sólblettir eru virk svćđi á sólinni ţar sem sterkt stađbundiđ segulsviđ hindrar uppstreymi heitara efnis. Viđ ţađ kólnar svćđiđ stađbundiđ og birtist hitastigsmunurinn sem birtumunur. Ţess vegna eru sólblettirnir dökkir á ađ líta. Gasiđ í sólbletti er rétt yfir 4000°C, samanboriđ viđ tćplega 5600°C hitastig ljóshvolfsins í kring. Dćmigerđir sólblettir eru oftast miklu stćrri en jörđin okkar, eins og sjá má á myndinni hér til hliđar. 

Breytilegur fjöldi sólbletta = 11 ára sólblettasveifla

Fjöldi sólbletta er breytilegur á ellefu ára tímabili sem kallast sólblettasveifla. Ţegar sólblettasveiflan er í lágmarki eru sárafáir eđa jafnvel engir sólblettir á sólinni svo mánuđum og jafnvel árum skiptir. Ţegar sólblettasveiflan nćr hámarki á ný getur sólin orđiđ óhemju virk og margir sólblettahópar myndast. Svo virđist sem sólin hafi veriđ í óvenju djúpu lágmarki undanfarin ár sem olli ţví međal annars ađ tilkomumikil norđurljós hafa sést mun sjaldnar en fólk á ađ venjast. Búist er viđ ţví ađ nćsta sólblettahámark verđi áriđ 2013. Myndin hér undir spannar eina sólblettasveiflu. Eins og sjá má eykst virknin jafnt og ţétt uns hún nćr hámarki áriđ 2001 og nćr svo aftur lágmarki nokkrum árum síđar. Nýveriđ skaut NASA á loft geimfari sem á ađ varpa ljósi á sólblettasveiflun, Solar Dynamics Observatory.

Glćsileg norđurljós ađ undanförnu

Aukin sólvirkni birtist okkur Íslendingum helst í glćsilegri norđurljósum. Á ţriđjudagskvöldiđ kom lítiđ en fallegt norđurljósaskot rétt fyrir klukkan ellefu ađ kvöldi. Sýningin var ţá mjög glćsileg og sennilega međ ţeim glćsilegri sem ég hef séđ í langan tíma. Dagana á undan hafđi kórónugeil veriđ á sólinni og út úr henni streymdu hlađnar agnir frá sólinni sem síđan rákust á sameindir í lofthjúpi jarđar og mynduđu viđ ţađ norđurljósin.

Á ţriđjudagskvöldiđ stóđum viđ fyrir námskeiđi í stjörnuskođun og urđu ţátttakendur ţví vitni af ţessu sjónarspili. Nćsta námskeiđ er krakkanámskeiđ helgina 27. og 28. febrúar nćstkomandi.

Hver veit nema viđ skođum sólina á krakkanámskeiđinu!

Ítarefni:

- Sćvar


mbl.is Sólvirkni tekin ađ aukast á ný
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Takk fyrir fróđlegan pistil. Ţađ er alltaf gaman ađ glugga í vefinn ykkar.

Kveđja

Ólafur Jóhannsson, 18.2.2010 kl. 20:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband