Hjartanlega ósammála

Til að byrja með langar mig til að vísa á tvær greinar á Stjörnufræðivefnum sem koma inn á geimverur.

Mér þykir Hawking heldur svartsýn. Eða kannski er hann bara raunsær. Við höfum jú bara eitt dæmi á jörðinni um dýrategund sem er fær um að láta alheiminn vita að hún er til. Maðurinn hegðar sér oft ekki beint eins og hann hafi nægjanlegan siðferðisþroska til að gera það sem honum er hagstæðast og jörðina sem hann byggir fyrir bestu. Ásælni og græðgi mannsins í auðlindir er með ólíkindum. Segjum það bara hreint út, mannkynið hegðar sér oft eins og fífl.

Kannski vita geimverur af okkur nú þegar en eru ekkert að láta vita af sér. Hver veit? Fylgjast með okkur úr fjarlægð eins og við fylgjumst með atferli dýra úr fjarlægð. Við höfum nýlega öðlast tæknina til að "þefa af" lofthjúpi fjarreikistjarna (þessi aðferð kallast litrófsgreining). Með þá tækni að vopni getum við fundið lyktina, ef svo má segja, af lífvænlegri reikistjörnu annars staðar í Vetrarbrautinni okkar. Það er því alls ekki loku fyrir það skotið að geimverur viti af okkur nú þegar. Þær þurfa bara að eiga góða stjörnusjónauka og þekkja eðlisfræði ljóssins. Með öðrum orðum getum við hvergi falist þótt við vildum það.

Ef aðrar vitsmunaverur búa yfir tækninni til að ferðast milli stjarna, þá eru þær komnar tæknilega svo langt fram úr okkur að þær hafa fullorðnast tæknilega, án þess að tortíma sjálfum sér í leiðinni. Það bæri frekar merki um þroska. Svona hugsanagangur er aðallega til vitnis um hversu óþroskað mannkynið er. Framtíðin er ekkert mjög björt hjá dýrategund sem hugsar svona. En maður eygir von.

Kannski er græðgin bara í eðli okkar að og ef svo er, deyjum við bara út eins og aðrar dýrategundir með tímanum. Munurinn verður þá bara sá að við getum sjálfum okkur um kennt. Ef við þroskumst bíður okkar bjartari framtíð í geimnum, milli stjarnanna þar sem við höldum áfram að leysa ráðgátur alheimsins. Það er nóg af auðlindum í alheiminum sem við gætum nýtt án þess að tortíma öðrum geimverum í leiðinni.

Geimveruóttinn á hljómgrunn á Íslandi í dag en í öðru samhengi. Hljómar þetta nefnilega ekki svolítið eins og fólkið sem sér inngöngu Íslands í Evrópusambandið allt til foráttu? Evrópusambandið ætlar nefnilega að leggja undir sig allar auðlindir landsins er það ekki? Auðlindir sem við þykjumst eiga ein, en eigum í raun ekkert frekar en aðrar dýrategundir á jörðinni. (Pólitík er alveg drepleiðinleg, ég nenni ekki svoleiðis umræðu, þess vegna yfirstrika ég þetta. Vil fremur ræða um hvort geimverur séu vondar eða ekki, séu þær á annað borð til.)

Með öðrum orðum, ég er hjartanlega ósammála Stephen Hawking. Við eigum einmitt að hlusta á alheiminn og reyna að finna aðrar verur sem búa hér líka.

- Sævar


mbl.is Geimverur geta verið varhugaverðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Geimverur = ESB. Já það er nefnilega það...

Guðmundur St Ragnarsson, 25.4.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hvergi stendur það í textanum. Það eina sem stendur er: "Geimveruóttinn á hljómgrunn á Íslandi í dag en í öðru samhengi." Hér er ekki verið að líkja ESB við geimverur, heldur að ótti fólks við það er af svipuðum meiði, þ.e. að verið sé að ásælast í auðlindir.

En, hér á ekki að verða umræða um pólitík og ESB. Öllum slíkum athugasemdum verður eytt hér eftir.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 25.4.2010 kl. 18:11

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú fórstu alveg með það minn kæri.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2010 kl. 18:34

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Hvað áttu við minn kæri?

Ég hef bara aldrei botnað í ótta fólks á geimverum.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 25.4.2010 kl. 19:14

5 identicon

Geimverur eru áreiðanlega góð dýr.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 20:52

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ætli geimverur séu ekki nokkuð líkar okkur siðferðislega? "Be afraid, be very afraid" ...

Brynjólfur Þorvarðsson, 25.4.2010 kl. 21:08

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég ætla að tippa á að geimverur sem ná þeim þroska að komast á milli sólkerfa geti vart verið annað en "góðar" (svo við ræðum þetta á þeim forsendum ). Þar af leiðandi get ég tekið undir með þér og verið ósammála hinum ágæta Stephen Hawking í hans hugleiðingum. Höldum því áfram að hlusta á alheiminn og rannsaka hann frekar og vonandi finnum við líf annarsstaðar fyrr en síðar (hvort sem það verða smá lífverur í okkar sólkerfi eða vitrænt líf úr öðrum sólkerfum).

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.4.2010 kl. 22:04

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég veit ekki betur en að við sem búum á reikistjörnunni Jörð séum geimverur. Hver er annars skilgreiningin á geimverum?

Ágúst H Bjarnason, 25.4.2010 kl. 22:08

9 Smámynd: Tómas Waagfjörð

fólk er oft fast í því að við á jörðinni eru fullkomin og höfum einu og bestu tæknina í heiminum. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að það geta verið til háþróuð samfélög þarna úti sem eru tugþúsundum ára á undan okkur. Bara ef við hefðum ekki lent í hálstaki kirkjunnar á miðöldum þar sem allir þeir sem komu fram með eitthvað sem ekki samrýmdist boðskap kirkjunnar voru drepnir, þá væru við fyrir löngu búin að hreiðra um okkur á öðrum plánetum. Það sem tækninni hefur fleygt fram síðustu 150 ár eða svo jafnast á við 3-4 þúsund ár á undan. Ef við gefum okkur það að líf á öðrum hnöttum hafi myndast á sama tíma og á jörðinni, og að þeir hefðu sloppið við að lenda í heimsku trúmála þá væru þessi lífform mörg þúsund árum á undan okkur.

Að halda að við séum eina lífformið í öllum alheiminum sem geti notað verkfæri og beitt rökhugsun er kjánalegt í það minnsta. Málið er að almenningur, hvar sem er í heiminum, er á need to know basis, og við þurfum ekki að vita.

Og í alvörunni, eigum við að taka orð frá einhverjum og einhverjum sem hefur farið í skóla og setur fram einhverja kenningu sem heilagan sannleik, vísindamenn eru voða mikið í því að tala út um rassgatið á sér og skellandi fram hinum og þessum kenningum sem ná vissu fylgi í einhvern tíma og er þá yfirlýstur sannleikur, allt þar til einhver annar vísindamaður kemur með einhverja aðra kenningu út um rassgatið á sér sem virðist á einhvern hátt líklegri en sú fyrri og kollvarpar henni og verður þá hinn nýji sannleikur. Þetta er ástæða fyrir því að vísindin breytast svona fljótt á jörðinni, vegna þess að við vitum ekki skít og eina sem menn geta gert er að henda fram einhverjum kenningum sem ná fylgi og verður þá sannleikur, blablabla. Við erum ekki einu sinni búin að fylla upp í frumefnatöfluna, þar er akkúrat það sem við erum komin langt.

Vaknið

Tómas Waagfjörð, 26.4.2010 kl. 01:43

10 identicon

Ég geri orð hans Svatla hér að ofan, að mínum.

Skorrdal (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 02:19

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tíminn er faktor sem fólk virðist gleyma í þessu geimverustússi.

Það er ekki nóg að góna upp í heiðskíran næturhimininn, sjá óteljandi stjörnur og draga þá ályktun að einhvers staðir hljóti að vera líf. Þær stjörnur sem við sjáum í dag, eru "Old news". Ljósið frá sumum þeirra stjarna sem við sjáum í góðum sjónaukum, lagði af stað áður en "Homo sapiens" varð til sem dýrategund.

Kannski hafa slæðst hingað geimverur, en það gæti allt eins hafa gerst fyrir daga lífs á jörðinni.... eða ekki. Það gæti líka gerst eftir 130.000 ár. Það er augnablik á alheimsvísu.

En svo er e.t.v. einn Guð sem stjórnar þessu öllu og að hann sé bara með eitt tilraunasett í einu. Og "we are it". Svo þegar við höfum klárað okkur þá pikkar "Hann" út aðra stjörnu á himnafestingunni... og lætur allt byrja upp á nýtt.... eftir miljón ár, sem er augnabliks lúr hjá Guði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2010 kl. 06:44

12 Smámynd: Arnar

Er Hawkings ekki bara að heimfæra dæmigerða mennska hegðun yfir á hugsanlegar geimverur?

Við erum nú ekki beint fræg fyrir að ferðast langar leiðir til þess eins að segja 'hæ'.

Arnar, 26.4.2010 kl. 09:39

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég hugsa að það sé eitthvað til í þessu hjá þér Arnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.4.2010 kl. 10:06

14 identicon

Við verðum fyrst að skilgreina "guð", Gunnar. Það hefur engum tekist, svo vit sé í, þótt svo margir hafi reynt - og það jafnvel í þúsundir ára.

Hvert það samfélag, sem hefur tækni til að fara hraðar en ljósið (og það er hægt, skv. skammtafræðinni - skilst mér), hlýtur að hafa meiri greind en við á þessum kletti. Þess vegna má gera ráð fyrir því, að þeirra saga sé frábrugðin okkar - og kannski svolítið "grunnt" af þessum djúpvitra manni, að leggja okkar sögu á samfélag, sem við vitum ekki einu sinni hvort er til; samfélag sem hefur jafnvel verið í þróun tugum milljóna ára lengur en við!

Skorrdal (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 10:18

15 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ímyndunarafl er mikilvægara en þekkingin!

Sumarliði Einar Daðason, 26.4.2010 kl. 12:46

16 identicon

Ég ætla að bæta við eins og tveimur geimverum ... og og hananú!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 13:04

17 identicon

Hawking er bara að taka þetta útfrá mannkyni, sem er snargeggjað.... þannig að menn eigi alls ekki að öskra í skóginum... það gætu verið lífverur svipaðar okkur nærri.

Það er algerlega ómögulegt að ímynda sér hvernig aðrar geimverur myndu hegða sér...

Auðvitað eru aðrar geimverur til, það er fjarstæða að halda öðru fram... samt er enn meiri fjarstæða þegar fullorðnir menn eru að draga galdrakarla(Gudda) inn í dæmið...

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 13:09

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Geimverur eins og maðurinn þróa með sér grimmd vegna þess að hún nýtist til að lifa af í hörðum heimi.

Það er vandséð hvernig geimverur annarstaðar i heiminum ættu að geta þróast með eintómum náungakærleik og umburðarlyndi gagnvart öðrum tegundum. Deyja þannig tegundir einfaldlega út áður en þær ná langt á þroskabrautinni ????

Guðmundur Jónsson, 26.4.2010 kl. 14:34

19 identicon

Tómas:

Ég veit ekki með þig en ég hef aldrei hitt vísindamann (þá aðallega eðlisfræðinga) sem hefur haldið að sú kenning sem hann setti fram sé heilar sannleikur.

Tilgangur eðlisfræði og þeirra kenningasmíða sem fer fram innan hennar er sá að setja fram kenningar sem lýsa þeim veruleika sem við þekkjum og lifum í. Næsta skref vísindamannsins væri þá að prófa þessa kenningu sína.

Segjum að kenningin sem vísindamaðurinn A setti fram lýsi heiminum frá a til b. Þegar hann hefur sett hana fram, þá byrjar hann að prófa hana á bilið a til b. Þegar hann hefur lokið þeirri prufukeyrslu þá ákveður hann að gá hverning hún virkar rétt fyrir utan b. Hann ýtir kenningunni eins langt áfram og han n en á einhverjum tímapunkti fellur hún saman og hættir að lýsa því sem hann reynir að lýsa.

Því þarf vísindamaðurinn að finna upp nýja kenningu sem lýsir ekki bara bilinu a til b, heldur alveg frá a til c þar sem að c er lengra á "þekkingar" ásnum heldur en b.

Svona mætti halda áfram endalaust. Þetta er tilgangur vísindanna. Að setja fram kenningar sem lýsa þeim heimi sem við þekkjum. Og þegar þessar kenningar falla saman við viss tilvik þá eru nýjar kenningar settar fram sem lýsa því sem fyrri kenningar lýstu OG því sem bæst hefur við.

Ég er fastur á báðum áttum hvort að þetta ferli muni nokkurn tíman enda. Þeir sem eru stærðfræðilega þenkjandi myndu kalla það samleitt markgildi. Hvort sem að markgildið er samleitið eða ekki þá eru það vísindin sem knýja áfram tækni nútímans þó svo að vísindin sem fremstu vísindamenn eru að rannsaka virðist ansi fjarstæðukennd. Vísindamenn lýsa heiminum og gefast ekki upp bara afþví að kenningin sem þeir voru að vinna með virkar ekki lengur. Þá hendir maður hreinlega skóflunni frá sér og nær í nýja og byrjar upp á nýtt.

Ég ætla rétt að vona að þú tekur engan þátt í vísindasamfélagi nútímans því að það eru lítil not fyrir fólk sem skilur ekki aðferðafræði vísinda.

Níðhöggr (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband