Amalþea heimsótt - Óvenjuleg vetrarbrautaþyrping

Amalþea er eitt 63 tungla sem ganga umhverfis Júpíter. Tunglið er lítið, ekki nema um 250 km breitt þar sem það er breiðast og meira en tvöfalt nær Júpíter en tunglið okkar er frá jörðinni. Amalþea er óvenju rautt að lit, líklega af völdum brennisteins sem berst frá eldfjallatunglinu Íó sem legst eins og teppi yfir Amalþeu.

Mest af því sem við vitum um Amalþeu má rekja til Galíleógeimfarsins sem rannsakaði Júpíter milli 1995 og 2003. Geimlistamaðurinn Björn Jónsson hefur nú útbúið mjög flott myndskeið þar sem flogið er framhjá þessu agnarsmáa tungli:

----

Fjarlægasta þroskaða vetrarbrautaþyrpingin

Stjörnufræðingar hafa með hjálp fjölda sjónauka á jörðu niðri og úti í geimnum, þar á meðal Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile, uppgötvað og mælt fjarlægðina til fjarlægustu þroskuðu vetrarbrautaþyrpingar sem fundist hefur hingað til. Þyrpingin birtist okkur eins og hún leit út þegar alheimurinn var innan við fjórðungur af aldri sínum í dag. Þrátt fyrir það er hún furðulega lík eldri vetrarbrautaþyrpingum sem við sjáum mun nær okkur í alheiminum.

Sjá nánar á vefsíðu ESO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband