Kínverjar senda geimfar og jeppa til tunglsins

20130109_change3_artwork_f840.jpg

Yutu tungljeppi Kínverja. Teikning: Glen Nagle

Sunnudaginn 1. desember senda Kínverjar ómannađa geimfariđ Chang’e 3 til tunglsins. Áćtlađur komutími er 14. desember.

Chang’e 3 er ţriđji tunglkanni Kínverja en sá fyrsti sem á ađ lenda á tunglinu. Raunar er um ađ rćđa fyrstu mjúku lendinguna á tunglinu síđan sovéska könnunarfariđ Luna 24 lenti ţar áriđ 1974, tveimur árum eftir seinustu mönnuđu tunglferđina. Chang’e 3 samanstendur af lendingarfari og jeppa sem á ađ aka um Regnbogaflóa á Regnhafinu á norđurhveli tunglsins. Jeppinn er sá fyrsti sem ekur um tungliđ síđan sovéski jeppinn Lunokhod 2 ók ţar um áriđ 1973.

Kínversku tunglkannarnir eru nefndir eftir tunglgyđjunni Chang’e sem búiđ hefur á tunglinu í meira en 4.000 ár. Ţangađ komst hún eftir ađ hafa stoliđ ódauđleikapillu frá manni sínum. Ţar býr hún reyndar ekki ein heldur nýtur hún félagsskapar kanínunnar í tunglinu, Yutu, en jeppinn um borđ í Chang’e 3 er nefndur eftir ţessari kanínu.

Hćgt er ađ lesa miklu meira um Chang’e 3 á Stjörnufrćđivefnum.

- Sćvar Helgi 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband