Sorglegt!

Þegar þingmaður lætur í ljós fáfræði sína á svo afgerandi hátt þá veltir maður fyrir sér hvort alþingi sé treystandi yfihöfuð. Hér þeytir Ragnheiður fram hugtökum á borð við orkusvið, egglaga hjúp jarðar (?!?), tíma, sem enginn vísindalegur grunnur er fyrir. Ef eitthvað væri til í þessu væru þessi fræði heimsfræg. Ástæðan fyrir að þessi bylting hefur ekki orðið er einföld: þetta á við engin rök að styðjast. Og þegar þingmenn telja sig ekki þurfa rök fyrir fullyrðingum sínum þá er mér órótt.

Ekki veit ég hvort fréttakonan sé að gera gys að þingmanninum þegar hún spyr: "Nú hefur þú hæfileika til að sjá fram í tímann..." en tónninn er kaldhæðnislegur. 

Íslenskt samfélag er reyndar vaðandi í spákonum, miðlum, árulesurum, heilunar"fræðingum", ilmolíulækningum, álfadýrkendum, hómópötum og ýmis konar sjálfmenntuðum rafsegulgeislunarfræðingum. Ef til vill er þingmaður á þessum nótum einfaldlega fulltrúi sinna líkra á þingi. Eins konar þverskurður af þjóðfélaginu. 

Ég er viss um að Ragnheiður sé ekki að blekkja fólk með "gáfum" sínum. Ég er viss um að hún trúi því virkilega að hún sé einhverjum hæfileikum gædd. Þess vegna er ekki ráðlegt að hún blandi þeim við þingstörfin.

 


mbl.is Þingmaður og árulesari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Ég verð að viðurkenna að ég vissi varla hvort ég ætti að hlæja eða gáta þegar ég sá þetta.

Mér fannst alþingi vera komið niður á frekar lágt plan, en ekki var þetta til að bæta það.

Björn Jónsson, 13.2.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: TARA

Finnst þetta dálítð undarlega til orða tekið, en hvað veit ég svo sem um þetta !!

TARA, 13.2.2009 kl. 21:06

3 identicon

Hún sagði að maðurinn væri með egglaga hjúp líkt og jörðinn hún sagði ekkert um að jörðinn væri með egglagahjúp.

Finnst ósköp eðlilegt að fólk sé með orkusvið líkt og jörðinn.

En hver hefur sínar skoðanir.

Hólmfríður Ásta Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:14

4 identicon

Rétt athugasemd hjá Hólmfríði... "alveg eins og jörðin hefur hjúp" sagði hún.

Addi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:21

5 identicon

Það er einmitt málið. Hvaða orkusvið hefur jörðin? Hvers konar orku erum við að tala um? Ef fólk fleygir fram einhverju svona þá á það að geta rökstutt mál sitt.

"Hver hefur sínar skoðanir": Þetta er ekki spurning um skoðanir eða trúarbrögð. Þetta er spurning um staðreyndir. 

Kári (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mér fannst þetta bara sætt!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.2.2009 kl. 23:23

7 identicon

Alheimurinn er fullur af orku, við erum orka. Þess má geta að hún er ekki sá eina innan F flokksins sem sér árur, það gerir líka nýr meðlimur flokksins. Það geta allir séð árur ef þeir leggja það á sig að læra það...

Rikilius (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Páll Jónsson

Enn ein ástæðan til að forðast Frjálslynda flokkinn. Voru vafasamar aðdróttanir í garð útlendinga ekki nóg, þurfti virkilega að koma andlega vanheilu fólki á þing?

Sheesh

Páll Jónsson, 16.2.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband