Ólympusfjall á Mars

Ólympusfjall á Mars er risavaxið eins og sjá má á Stjörnufræðivefnum. Á vefnum er stærð fjallsins borin saman við Íslands. Sjá má að fjallið, sem er dyngja, er mun stærra um sig en Ísland en sjálf askjan er á stærð við Vatnajökul.

Í fréttinni er reyndar missagt að eldfjallið Ra Patera sé á Júpíter. Júpíter er gasrisi með ekkert fast yfirborð og þar geta því að sjálfsögðu engin eldfjöll verið að finna. Hið rétta er að Ra Patera er eldfjall á eldvirkasta hnetti sólkerfisins, sem gengur einmitt í kringum Júpíter, á tunglinu Íó. Á Íó er líka eldfjallið Loki.

olympusfjall_island

Nánar um Ólympusfjall á Stjörnufræðivefnum.

Nánar um Mars á Stjörnufræðivefnum.

Þetta flokkast eflaust undir vísindafrétt. Bravó! Meira svona.

*Uppfært* Ég sé að búið er að leiðrétta missögnina um Júpíter. Gott mál.


mbl.is Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband