Galíleónætur og steingervingar

Á fimmtudaginn hefjast Galíleónætur. Að því tilefni munu hundruð þúsundir manna um heim allan horfa til himins með stjörnusjónauka og skoða það sem Galíleó Galílei sá í fyrsta sinn fyrir 400 árum.

Galíleónætur er eitt mikilvægasta verkefni alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009. Það stendur til laugardagsins 24. október og er tilgangurinn að gefa sem flestum kost á að kíkja í gegnum sjónauka á það sem Galíleó sá fyrir 400 árum. Yfir 800 viðburðir í rúmlega 50 löndum hafa verið skipulagðir.

Hér á Íslandi er Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness þátttakandi í Galíleónóttum. Áhersla er lögð á stjörnuskoðun og verður opið hús í Valhúsaskóla af þessu tilefni. Ef veður leyfir býðst þér og þínum tækifæri til að kíkja í gegnum stærsta stjörnusjónauka landsins.

Dagskrá Galíleónátta er að finna hér.

----

Í Vísindaþættinum var fjallað um steingervinga og þróun lífsins. Þetta var mjög skemmtilegt spjall og ég vildi óska þess að við hefðum haft meiri tíma, þetta er svo óskaplega áhugavert efni. Gestur þáttarins var Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við HÍ, en hann mun halda fyrirlestur ásamt Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur, konu sinni og prófessor í vistfræði við HÍ, um þetta efni næstkomandi laugardag. Fyrirlestur þeirra hjónakorna hefst klukkan 13:00 í stofu 132 í Ösku, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Ég hvet alla til að mæta því bæði er Ólafur skemmtilegur fyrirlesari og svo er viðfangsefnið alveg ótrúlega heillandi. Ég hef aldrei setið fyrirlestur hjá Ingibjörgu en ég hef enga trú á öðru en að hún sé líka góður fyrirlesari.

Já, svo úthúðuðum við sköpunarsinnum... sem er náttúrulega allt í besta lagi.

Viðtalið við Ólaf er að finna hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Skemmtilegur og fróðlegur þáttur.

Og þið voruð nú ekki svo vondir, sköpunarsinnar úthúða sér eiginlega sjálfir.

Arnar, 21.10.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Fínn þáttur. Það mætti segja að Ólafur sé orðinn góðkunningi ykkar.

Arnar Pálsson, 21.10.2009 kl. 16:43

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir það.

Það er kannski óþarfi að vera of vondur við sköpunarsinnana, þeir sjá um það sjálfir eins og þú bendir á Arnar.

Og já, Ólafur er sannarlega góðkunningi þáttarins. Ansi skemmtilegur viðmælandi.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 22.10.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband