Geimurinn.is - Krakkavefur Stjörnufræðivefisins

stj1307e

Í lok ágúst opnuðum við nýjan krakkavænan Stjörnufræðivef, Geimurinn.is! Mikil vinna liggur að baki vefnum og vonum við að hann muni reynast gagnlegur. 

Á vefnum er mikill fróðleikur um stjörnuhiminninn, stjörnuskoðun, sólkerfið okkar og alheiminn. Í greinunum er leitast við að útskýra hvernig við vitum það sem við vitum í stað þess að þylja aðeins upp staðreyndir. 

Í hverri viku birtast svo ein til tvær fréttir af nýjustu niðurstöðum stjarnvísindamanna. 

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, opnaði vefinn á sama tíma og við gáfum öllum leik- og grunnskólum á Íslandi góða gjöf — Jarðarbolta


Ný barnabók um himingeiminn komin út!

viltu-vita-meira-um-himingeiminn.jpgVið erum reglulega beðnir um að mæla með góðum bókum fyrir börn um himingeiminn. Nú er loksins komin út flott bók sem við mælum heilshugar með!

Viltu vita meira um himingeiminn? er skemmtileg, harðspjalda fróðleiksbók með meira en 70 flipum til að lyfta.

Fyrir forvitna krakka er ótalmargt spennandi að skoða í himingeimnum. Í bókinni fást svör við mörgum áhugaverðum spurningum um geimskot, reikistjörnur, sólkerfið og vetrarbrautirnar.

  • Hvernig varð tunglið til?
  • Af hverju skína stjörnurnar?
  • Hvað er svarthol?

Við hjá Stjörnufræðivefnum hjálpuðum til við að þýða bókina sem gefin er út af bókaútgáfunni Rósakot. Sama bókaútgáfa gaf nýlega út samskonar flipabók um mannslíkamann.

Þetta er frábær bók fyrir börn frá 3 til 8 ára aldri eða svo. 

Bókin fæst í öllum bókaverslunum en einnig er hægt að kaupa hana hér.

Við mælum heilshugar með Viltu vita meira um himingeiminn?

Með kaupum á bókinni styrkir þú Stjörnufræðivefinn!

- Sævar Helgi


NASA sendir geimfar til tunglsins á föstudag

20130822_acd13-0101-008_f840.jpg

Mynd: NASA Ames/Dana Berry

Ef veður leyfir föstudaginn 6. september mun NASA skjóta nýju ómönnuðu geimfari til tunglsins. Geimfarið nefnist Lunar Atmosphere and Dust Environment Explorer eða LADEE (borið fram la-dí, ekki leidí) og hefur það hlutverk að rannsaka örþunnan lofthjúp tunglsins og rykið í kringum það.

Þegar Apollo geimfararnir fóru til tunglsins lýstu þeir óvenjulegri dreifingu sólarljóssins í örstutta stund fyrir sólarupprás og sólsetur. Líklega dreifðist ljósið af völdum lofthjúpsins örþunna og ryksins sem svífur rétt fyrir ofan yfirborðið.

Lofthjúpur tunglsins er eiginlega enginn lofthjúpur. Hann er tíu billjón (tíu þúsund milljarðs) sinnum þynnri en lofthjúpurinn okkar — raunar bara örfá atóm á hvern rúmsentímetra. „Loftið“ er blanda argon-40 samsætu, sem myndast við hrörnun geislavirkra efna í innviðum tunglsins og seytlar upp úr yfirborðinu, auk efna eins og helíums, natríums og kalíums sem koma frá sólvindinum og geimörðum sem rekast á tunglið.

Lofthjúpurinn einn og sér dugir ekki til að útskýra ljódreifinguna. Líklega kemur ryk þar líka við sögu. Þegar útfjólublátt ljós frá sólinni rekast á yfirborðið, rafhlaðast léttustu rykagnirnar og geta svifið upp af tunglinu.

LADEE verður skotið á loft með Minotaur eldflaug frá Wallops flugstöðinni í Virginíu í Bandaríkjunnum.

Verkefnið mun aðeins standa yfir í um það bil 160 daga, sem er óvenju stutt. Ferðalagið til tunglsins tekur mánuð en eftir það verður farið prófað í mánuð. Síðan taka rannsóknirnar við í 100 daga.

TIl að rannsaka rykið og lofthjúpinn verður geimfarið að vera mjög nálægt yfirborðinu eða í aðeins 20-60 km hæð. Til þess að halda geimfarinu á braut um tunglið þarf því talsvert eldsneyti.

Í apríl á næsta ári verður svo tunglmyrkvi sem gæti bundið enda á leiðangur þessa sólarorkuknúna geimfars.

- Sævar Helgi Bragason


Fyrirlestur vísindamanns NASA um Marsjeppann Curiosity

Þriðjudagskvöldið 13. ágúst 2013 heldur Dr. Jim Garvin, meðlimur í vísindahópi Curiosity jeppans og yfirmaður vísindarannsókna hjá NASA Goddard Space Flight Center, erindi um fyrsta ár Curiosity á Mars. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands , og hefst klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Nánari upplýsingar á Stjörnufræðivefnum


Fróðleikur um það sem sést á myndinni

Við birtum blogg um þessar stórkostlegu myndir í gær. Þar er útskýrt hvað sést á myndinni. Leyfi mér að birta það aftur hér:

Hér er hún! Þessi stórkostlega mynd sem Cassini tók af okkur föstudagskvöldið 19. júlí síðastliðinn. Fjölmargir tóku þátt í að vinka Satúrnusi um allan heim. Hvað varst þú að gera þegar myndin var tekin?

7696_18344_1.jpg

Þetta er fyrsta litmyndin sem tekin hefur verið af Jörðinni og tunglinu frá Satúrnusi. Jörðin og tunglið eru lítil og fjarlæg, meira en 1,4 milljarða km í burtu á þessu augnabliki. Jörðin er fölblá en tunglið ljóst séð milli hringa Satúrnusar.

Þysjum inn að fölbláa punktinum og sjáum þetta:

7695_18347_1.jpg

Myndin er í náttúrulegum litum og hefur aðeins verið lýst örlítið til að draga fram daufustu hringana. Nokkurn vegin svona sæir þú þetta með eigin augum.

Myndin er aðeins ein af 33 sem munu sýna alla reikistjörnuna og hringakerfið. Hún verður birt eftir nokkrar vikur þegar búið er að setja hana saman.

Hver mynd var tekin í gegnum mismunandi litsíur. Í heild voru 323 myndir teknar, sumar í vísindalegum tilgangi en aðrar til að ná náttúrulegum litmyndum.

Á myndinni sést næturhlið Satúrnusar, björt dagsbrúnin, meginhringarnir, F-hringurinn (bjarta þétta rákin undir meginhringum) og G- (mjóa rákin fyrir ofan Jörðina) og E-hringarnir (dreifi hringurinn neðst).

E-hringinn má rekja til tunglsins Enkeladusar sem spýr vatni í miklum köldum goshverum út í geiminn.

Á stöku stað sést hvar birta jaðarins minnkar. Það er vegna skuggans sem hringarnir varpa á reikistjörnuna.

Vá!

Myndir: NASA/JPL/Space Science Systems

- Sævar Helgi Bragason


mbl.is Svona lítur jörðin út frá Satúrnusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert á þessari mynd! Jörðin og tunglið frá Satúrnusi

Hér er hún! Þessi stórkostlega mynd sem Cassini tók af okkur föstudagskvöldið 19. júlí síðastliðinn. Fjölmargir tóku þátt í að vinka Satúrnusi um allan heim. Hvað varst þú að gera þegar myndin var tekin?

7696_18344_1.jpg

Þetta er fyrsta litmyndin sem tekin hefur verið af Jörðinni og tunglinu frá Satúrnusi. Jörðin og tunglið eru lítil og fjarlæg, meira en 1,4 milljarða km í burtu á þessu augnabliki. Jörðin er fölblá en tunglið ljóst séð milli hringa Satúrnusar.

Þysjum inn að fölbláa punktinum og sjáum þetta:

7695_18347_1.jpg

Myndin er í náttúrulegum litum og hefur aðeins verið lýst örlítið til að draga fram daufustu hringana. Nokkurn vegin svona sæir þú þetta með eigin augum.

Myndin er aðeins ein af 33 sem munu sýna alla reikistjörnuna og hringakerfið. Hún verður birt eftir nokkrar vikur þegar búið er að setja hana saman.

Hver mynd var tekin í gegnum mismunandi litsíur. Í heild voru 323 myndir teknar, sumar í vísindalegum tilgangi en aðrar til að ná náttúrulegum litmyndum.

Á myndinni sést næturhlið Satúrnusar, björt dagsbrúnin, meginhringarnir, F-hringurinn (bjarta þétta rákin undir meginhringum) og G- (mjóa rákin fyrir ofan Jörðina) og E-hringarnir (dreifi hringurinn neðst).

E-hringinn má rekja til tunglsins Enkeladusar sem spýr vatni í miklum köldum goshverum út í geiminn.

Á stöku stað sést hvar birta jaðarins minnkar. Það er vegna skuggans sem hringarnir varpa á reikistjörnuna.

Vá!

Myndir: NASA/JPL/Space Science Systems 

- Sævar Helgi Bragason


Stikla fyrir nýju Cosmos þáttaröðina

Á ComicCon ráðstefnunni í San Diego í gær var þessi stikla frumsýnd fyrir nýju Cosmos þáttaröðina frumsýnd. Við hlökkum ekki lítið til að sjá þessa þætti árið 2014!

Þarna sést ýmislegt sem við könnumst við úr gömlu góðu þáttum Carl Sagans.


Vinkaðu Satúrnusi 19. júlí 2013

wave_saturn_icelandic.png

Föstudagskvöldið 19. júlí 2013 flýgur Cassini geimfar NASA á bakvið Satúrnus frá Jörðu séð. Satúrnus verður þá fyrir sólinni sem gefur einstakt tækifæri til að rannsaka daufustu og dreifðustu hringana en líka koma auga á okkur í geimnum.

Myndin verður tekin milli klukkan 21:27 til 21:42 að íslenskum tíma úr 1,44 milljarða km fjarlægð (búið að gera ráð fyrir 90 mínútna seinkuninni vegna fjarlægðar milli Jarðar og Satúrnusar). Jörðin verður agnarsmá á myndinni enda er hún örlítil í samanburði við sólkerfið.

Aðeins tvær myndir hafa verið teknar áður úr ytra sólkerfinu af Jörðinni.

Myndina hér undir tók Voyager 2 úr 6 milljarða km fjarlægð en á henni sést Jörðin sem fölur blár blettur baðaður geislum sólar.

pale_blue_dot.jpg

Hin myndin sést hér undir en hana tók Cassini geimfarið árið 2006 úr 1,49 milljarða km fjarlægð.

pia08329_copy.jpg

Þetta er prýðisgott tækifæri fyrir Jarðarbúa að vinka ljósmyndaranum sem staddur er við Satúrnus og læra meira um þessa merkilegu reikistjörnu, hringana og tunglin. Við höfum ekki skipulagt neina sérstaka dagskrá en látum vita ef það breytist.

Satúrnus er á lofti frá Íslandi séð á þessum tíma, þótt hann sjáist reyndar ekki með berum augum fyrir dagsbirtu. Tunglið verður líka á lofti, lágt á himni, og um að gera að skoða það með sjónauka.

screen_shot_2013-07-12_at_10_29_31_am.png

Og þá er ekkert annað að gera en að horfa til himins næstkomandi föstudagskvöld, segja „sís“ og vinka Satúrnusi!

- Sævar Helgi Bragason


Aragrúi nýrra svarthola í árdaga alheimsins

Við höfum sett inn nýja frétt á Stjörnufræðivefinn um rannsókn á svartholum snemma í sögu alheimins sem Kári Helgason, doktorsnemi í stjarneðlisfræði, tók þátt í.

  

Hér er fréttin um svartholin

 


Rólegt á blogginu í sumar

Það hefur verið heldur rólegt hjá okkur á blogginu að undanförnu. Það á sér góðar skýringar. Við erum að undirbúa þrjú stór og spennandi verkefni sem við munum kynna í haust. Í sumar verður því ekki mikið bloggað. Þó verður áfram fylgst með ævintýrum Curiosity á Mars og sagt frá viðburðum á borð viðsólskoðun 17. júní og annað í þeim dúr.  

Eigið notalegt sumar! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband