Færsluflokkur: Bækur
5.6.2007 | 14:09
Bók vikunnar...
eiga þeir félagar Peter D. Ward og Donald Brownlee, Rare Earth: Why Complex Life is Uncommon in the Universe. Um er að ræða skemmtilega skrifaða bók um jörðina sem heimkynni lífs í alheiminum. Þeir færa rök fyrir því hvers vegna jörðin okkar er einstök í því að bjóða upp á skilyrði fyrir flóknar lífverur að þróast. Margir spekingar hafa fullyrt að vetrarbrautin ætti að vera full af háþróuðu lífi vegna fjölda stjarna og reikistjarna í henni. Þessi bók er í raun mótsvar við þessu. Höfundarnir nefna ýmsa þætti til að færa rök fyrir því að jörðin er ótrúlega sjaldgæf perla og að tilvist flókinna lífvera hér sé undraverð. Þeir nefna nauðsynlega þætti til að flókið líf (t.d. spendýr) nái að þróast, þ.á.m. lífbelti, flekahreyfingar á yfirborði, reglulegar fjöldaútrýmingar, stórt tungl, o.s.frv. Bókin gefur einnig skemmtilegt og gott yfirlit yfir stöðu stjörnulíffræðinnar í dag. Þetta er algjör eye-opener um litla bláa punktinn okkar (jörðina).
Gefum henni 4 af 5.
Gefum henni 4 af 5.
Bækur | Breytt 6.6.2007 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)