18.2.2009 | 11:26
Ljósmengun á heimsmælikvarða
Ég ætla að verða herra neikvæður og lýsa algjöru frati á þetta "listaverk" í Viðey. Maður á að geta flúið listaverk, vilji maður ekki verða var við það. Þessi ljóskastari sést lýsa upp himinninn allt í kringum höfuðborgarsvæðið. Ímyndaðu þér að þú sért að dást að náttúrunni á Þingvöllum. Þú ert að reyna að njóta kyrrðarinnar þegar skyndilega er kveikt á "listaverki" sem gefur frá sér mikinn hávaða. Sama hvað þú reynir, þú losnar ekki frá hávaðanum. Það sama á við um ljóskastarann í Viðey.
Á tímum sem þessum, þegar allir eru að berjast við að spara, er fullkomið tækifæri til þess að draga úr orkunotkun og spara þar með háar fjárhæðir sem fara í rafmagn. Hvað ætli margar milljónir myndu sparast ef við myndum vanda betur til lýsingar? Hvað kostar eiginlega að reka þennan ljóskastara á þeim stundum sem kveikt er á honum?
Þessa mynd hér fyrir neðan tók ég frá Þingvöllum. Þarna sést ljósmengun höfuðborgarsvæðisins í tæplega 50 km fjarlægð. Fjárans ljóskastarinn í Viðey er lýsir þarna lengst upp í himinninn af allri ljósmengunni á myndinni. Þetta er ljótt.

![]() |
Kveikt á friðarsúlunni í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.2.2009 | 08:41
Viðtal við Simon Conway-Morris komið á Stjörnufræðivefinn
Viðtal okkar Björns Berg í gær við steingervingafræðinginn Simon Conway-Morris er komið á Stjörnufræðivefinn. Mér fannst þetta mjög áhugavert spjall og Conway-Morris skemmtilegur viðmælandi. Hugmyndir hans eru umdeildar eins og Arnar Pálsson benti á í athugasemd í gær. Ég náði að spyrja hann aðeins út í þessa gagnrýni.
Endilega hlustið!
Við ætlum svo að reyna að fá fleiri erlenda vísindamenn í viðtal á næstunni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)