Eltu okkur á Twitter og finndu okkur á Facebook

Samfélagsvefir eins og Twitter og Facebook eru sniðug apparöt. Persónulega er ég hrifnari af Twitter. Þar finnur maður stuttar færslur og vísanir á efni á vefnum frá þeim sem maður hefur áhuga á að fylgjast með. 

Á Facebook er of mikið kraðak af upplýsingum; upplýsingum sem maður hefur lítinn áhuga á eins og hver er að verða vinur hvers og þess háttar. Það er vissulega hægt að stilla það sem maður vill sjá en af einhverjum ástæðum er erfitt að samþætta "Status update" og "Links" á Facebook. Twitter meiri svona "no nonsense" vefur. 

Við á Stjörnufræðivefnum höfum reynt að tileinka okkur þessa "Web 2.0" samfélagsvefi. Við erum með ljósmyndir frá okkur á Flickr, en mættum vera duglegri við að henda myndum þangað inn. Á YouTube setjum við inn myndskeið frá okkur (þeim mun fjölga á árinu) eða finnum önnur sem við mælum með að kennarar noti við stjörnufræðikennslu. Við vitum að þetta er notað og er það gleðiefni.

Við mælum með að þú eltir okkur á Twitter og finnir okkur á Facebook. Á báða þessa vefi setjum við inn tilkynningar um nýjar fréttir á vefnum, myndskeið sem við mælum með og fleira. Ef eitthvað áhugavert og fallegt er á himninum minnumst við á það þar. Þarna látum við líka vita ef við ætlum að fara eitthvert í stjörnuskoðun. Þá ert þú hjartanlega velkomin með.

----

Það styttist í 400 ára afmæli uppgötvunar Galíleós á fjórum tunglum Júpíters.

----

Annað kvöld ætlar fulltrúi Stjörnufræðivefsins efast á kránni. Fulltrúinn er reyndar bindindismaður en það er annað mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Síðasta 'uppfærsla' á Facebook síðunni ykkar var 18. nóv.. 2009.

Ég skoða reyndar www.stjornuskodun.is nánast daglega en væri ekki sniðugt að linka greinarnar sem þið setjið inn þangað á Facebook?

Arnar, 6.1.2010 kl. 09:42

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ætli þú hafir ekki fundið gömlu Facebook síðuna. Sú nýja er http://www.facebook.com/Stjornufraedivefurinn

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 6.1.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Arnar

Greinilega, hitt var það fyrsta sem ég fann.

Takk fyrir að beina mér á réttu brautina :)

Arnar, 6.1.2010 kl. 11:28

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sniðugt, ég bara nenni ekki að gera svona fyrir Darwin síðuna...eins gott því árið 2009 er búið. Ætti þetta kannski að vera "ætlar fulltúri stjörnufræðivefsins efast á kránni".

Arnar Pálsson, 7.1.2010 kl. 12:20

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Jú, ætli það hafi ekki átt að standa þarna. Ég efaðist mjög á kránni þetta kvöld, allsgáður að sjálfsögðu. Mjög skemmtilegur hittingur.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.1.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband