400 ár frá einum áhrifaríkasta viðburði vísindasögunnar

sjonaukar-og-rannsoknir-galileo-martin-kornmesser.jpgFimmtudaginn 7. janúar 2010 verða 400 ár liðin frá einum áhrifaríkasta viðburði mannkyns- og vísindasögunnar.

Að kvöldi hins 7. janúar 1610 beindi ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó Galílei sjónauka sínum að Júpíter sem þá var í nautsmerkinu. Með aðeins 30x stækkun sá hann þrjár litlar stjörnur í beinni línu við reikistjörnuna sem hann í fyrstu taldi fastastjörnur. Sú fjórða bættist við innan við viku síðar. Þann 15. janúar var Galíleó orðinn sannfærður um að ekki var um fastastjörnur að ræða heldur tungl sem fylgdu Júpíter á leið hann umhverfis sólina

Galíleó birti niðurstöður athugana sinna í tímamótaritinu Sidereus nuncius eða Sendiboði stjarnanna í mars 1610. Við það öðlaðist Galíleó heimsfrægð. Hann hafði sýnt fram á að fleiri reikistjörnur en jörðin hefði fylgihnetti. Uppgötvunin renndi styrkum stoðum undir sólmiðjukenningu Kópernikusar, sem naut sívaxandi fylgis á þessum tíma.

Nánari upplýsingar er að finna á Stjörnufræðivefnum.

Takk Galíleó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband