11.1.2010 | 13:36
Góðar bloggsíður um vísindi
Á Moggablogginu eru, sem betur fer, þónokkrir sem blogga um vísindi. Hér reynum við að einbeita okkur að stjarnvísindum og stjörnuskoðun. Innan stjarnvísinda flokkast auðvitað stjarneðlisfræði og reikistjörnufræði svo við getum farið um víðan völl. Mig langar til að minnast á nokkur sem við lesum reglulega.
Líffræði
- Arnar Pálsson, erfðafræðingur - frábær bloggsíða!
Jarðfræði
- Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur - frábær bloggsíða!
Veður- og loftslagsfræði:
- Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- loftslag.blog.is
- Ágúst H. Bjarnason
Orkumál
- Ketill Sigurjónsson, mjög vandaðar færslur um orkumál
Við vildum óska þess að fleiri íslenskir vísindamenn sæju sér fært að blogga um hugðarefni sín. Erlendis er hægt að finna mjög skemmtilegar bloggsíður á ScienceBlogs.com og hjá Discover Magazine. Einn íslenskur vísindamaður bloggar á ScienceBlogs.com. Bloggið hans heitir "Aflfræði katta".
Við minnum svo á okkur á Facebook og Twitter.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Athugasemdir
Oh já. Hélt, eða vonaði, að hér kæmi listi yfir allt það sem ég hef verið að missa af en svo vissi ég um öll þessi blog nema Emil Valgeirsson.
Arnar, 11.1.2010 kl. 15:43
Ég veit ekki um fleiri blogg en ef einhver getur bent á fleiri yrði það vel þegið. Þú ættir sjálfsagt heima þarna líka fyrir umfjöllanir þínar um sköpunarhyggju.
Mér finnst Emil Valgeirsson alveg frábær. Hann er grafískur hönnuður og það sést þegar hann bloggar um veðrið. Hann setur sínar eigin veðurathuganir mjög skemmtilega upp og það er gaman að lesa það sem hann skrifar.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.1.2010 kl. 16:25
Sköpunarhyggja flokkast nú seint sem vísindi
Arnar, 11.1.2010 kl. 16:41
Það ætti kannski að vera: "Þú ættir sjálfsagt heima þarna líka fyrir umfjallanir þínar um þróun gegn sköpunarhyggju." Þróunarkenningin telst alla vega til vísinda.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.1.2010 kl. 16:43
Ég leyfi mér hér með að efast um að Ágúst H Bjarnason og Sigurður Þór skrifi neitt sem fræðilegur mergur er í. Svona miðað við ýmsa aðra sem vísað er á eiga þeir varla að komast á blað.
Gísli Ingvarsson, 11.1.2010 kl. 16:48
Sigurður á marga fína pistla um veður. Sérstaklega þykja mér pistlar hans um veðurfar fyrr á tímum áhugaverðir.
Ágúst er umdeildur, en hann vísar mjög oft á ágætar umfjallanir um loftslagsmál og veður svo ég ákvað að hafa hann þarna inni á listanum.
Það er alveg rétt að það er varla hægt að tala um bloggin þeirra sem vísindablogg, en þeir fjalla stundum um veðurfræði og loftslagsmál sem gaman og fróðlegt er að lesa. En það er um að gera að efast!
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.1.2010 kl. 17:38
Takk fyrir gott orð um mitt blogg. Allir eiga erindi inná bloggið um vísindi, líka þeir sem eru "umdeildir". Mér finnst framtak ykkar með Stjórnufræðivefinn stórkostlegt. Ég vil bæta inn blogi Jóns Frímann, en hann skrifar öðru hvoru um jarðskjálfta, þótt hann, eins og svo margir í dag, sé meira upptekinn af stjórnmálum!
Haraldur
Haraldur (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 18:57
Takk fyrir gott orð um mitt blogg. Allir eiga erindi inná bloggið um vísindi, líka þeir sem eru "umdeildir". Mér finnst framtak ykkar með Stjórnufræðivefinn stórkostlegt. Ég vil bæta inn blogi Jóns Frímann, en hann skrifar öðru hvoru um jarðskjálfta, þótt hann, eins og svo margir í dag, sé meira upptekinn af stjórnmálum!
Haraldur
Haraldur Sigurðsson, 11.1.2010 kl. 19:00
Takk sömuleiðis Haraldur fyrir hlý orð.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 11.1.2010 kl. 21:23
Ég er hvorki vísindamaður né fræðimaður. Mér þykir bara meira gaman að blogga um veðrið en annað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.1.2010 kl. 21:52
Ég vil bæta því við, að þa´er reyndar merkilegt hvað þa´eru fá blogg á Íslandi um vísindi. Hvar eru prófessorarnir og vísindamenn og konur í háskólum landsins? Við þurfum meiri þáttöku í blogginu til að kynna vísindin betur fyrir almenningi.
Haraldur
Haraldur (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 01:24
Þetta gildir ekki bara um vísindamenn heldur íslenska fræðimenn og menntamnenn á flestum sviðum og líka listamenn og rithöfunda. Ég held að ástæðan sé sú að það er litið niður á blogg í ýmsum hópum. Ekki væri ég að blogga um gamalt veðurfar nema vegna þess að enginn annar gerir það. Mikið vildi ég að væru nokkur almennileg veðurblogg í gangi fyrir utan Veðurvaktina. En flestir vísindamenn og fræðimenn virðast lítinn áhuga hafa fyrir því að miðla þekkingu sinni til almennings. Þeir eru náttúrlega líka önnum kafnir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.