Meira um sólina

Þetta er mjög flott grein hjá Morgunblaðinu! 

Við sem höfum áhuga á stjörnuskoðun höfum svo sannarlega orðið vör við litla virkni í sólinni. Hún kemur t.d. fram í að norðurljós hafa verið með minnsta móti undanfarin tvö ár eða svo. 

Virknin virðist vera að færast aðeins í aukana að undanförnu. Við sjáum það að sólblettir, virk svæði á sólinni, eru farnir að birtast á háum breiddargráðum. Þegar þetta er skrifað er stærðarinnar sólblettahópur á norðurhveli sólar, mörgum sinnum stærri en jörðin okkar:

midi512_blank.gif

Sólblettum fylgir oft aukin staðbundin virkni á sólinni og getur hún brotist út í sólblossa og sólgosi. Ef sólblossi verður varpar sólin talsverðu magni efnis út í geiminn. Ef það stefnir í átt til jarðar megum við eiga von á fallegri norðurljósasýningu.

Sólin er alveg ótrúlega heillandi fyrirbæri. Hún er eina stjarnan í alheiminum sem við getum skoðað í nálægð.

Á Stjörnufræðivefnum er ítarleg grein um sólina.

Við vekjum svo athygli á pistli Kára Helgasonar um starf sitt hjá NASA.


mbl.is Ládeyða í virkni sólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Endilega að klappa þeim á bakið, sendu Guðna Einarssyni póst og láttu hann heyra það (hrósið þ.e.a.s.).

Arnar Pálsson, 14.1.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það var ánægjulegt að lesa Moggann í morgun :-)

Það var líka gaman og fróðlegt að hlusta á ykkur Arnar á Útvarpi Sögu um daginn :-)

Ágúst H Bjarnason, 14.1.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Arnar

Já, ágætis lesning.  Pirraði mig samt svoldið að það var amk. þrisvarsinnum minnst á "Kenningar eru um að lítil virkni sólar valdi kuldaskeiðum á jörðu" (með mismunandi orðalagi) og jafn oft borið til baka.  Hefði alveg dugað að minnast á það einu sinni :)

Arnar, 14.1.2010 kl. 11:08

4 identicon

Það væri einnig gaman ef frætt er fólki um "Butterfly" effect sem sólin hefur. Þ.e. á 11 ára fresti snýst segulsviðið við á sólinni sem veldur því að hún verður mjög virk. Þetta hefur einnig áhrif á jörðina þar sem segulsviðið beinist norður.

Næsta tímasetning fyrir pólarskipti er í kringum árið 2012. Því er eðilegt að sjá að sólin sé mjög róleg núna og mun hún verða mjög virk bráðlega.

Þó vill ég taka þetta aðeins lengra:

Í dag beinist segulsviðið á sólinni norður í stíl við jörðina, sem ætti að styrkja segulhvolfið í kringum jörðu, en í dag er eitthvað mjög furðulegt að gerast. Segulhvolfið á jörðinni er mjög veikt þó svo segulsviðið beinist norður á sól og jörðu! Hvað er í gangi? Hvað mun gerast þegar segulsviðið beinist suður á sólinni í kringum 2012? Eigum við í hættu að mikið af tækjabúnaði okkar skaðist?

Jón Trausti. (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:58

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þeir sem trúa á "æðri máttarvöld" hljóta nú að velta því fyrir sér hvort sólin hafi ekki sent skilaboð til jarðarinnar um að nú ætli hún að fara að draga úr geislun og því sé e.t.v. rétt hjá jörðinni að skrúfa CO2 takkann aðeins upp til að vega á móti þessu! En hvernig átti jörðinni að detta í hug að þetta yrði svona hápólitískt mál....?

Ómar Bjarki Smárason, 14.1.2010 kl. 13:45

6 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Arnar Pálsson: Ég ætla svo sannarlega að hrósa þeim fyrir þetta. Þetta er ein besta vísindaumfjöllun sem ég hef séð í Mogganum í langan tíma.

Ágúst: Takk fyrir það. Gott að hafa Björn þarna í þessu málefni þar sem hann er svo vel að sér um líffræðina. Þátturinn er annars kominn á netið og má finna hér.

Arnar: Það er góð ábending.

Jón Trausti: Fiðrildalínuritið er mjög þekkt og sýnir sólblettasveifluna vel. Sólblettirnir á myndinni hér fyrir ofan falla vel að fiðrildalínuritinu. Þú getur skoðað línuritið hérna. Það er alveg rétt að segulpólskipti verða á sólinni á ellefu ára fresti. Síðast voru pólskiptin árið 2001 og verða næst árið 2012. Þetta er nánast nákvæmt eins og klukka, eftir því sem ég kemst næst og gerist alltaf um það leyti sem sólvirknin er í hámarki. Þetta hefur gerst mörgum sinnum áður svo ég held ég geti fullyrt að við þurfum ekki að hafa teljandi áhyggjur af þessu. Það gerðist ekkert alvarlegt upp úr 1990. árin þar á undan Það eina sem við þurfum að hafa áhyggjur af eru mjög öflugir sólblossar og kórónuskvettur sem geta komið af stað segulstormum og laskað gervitunglum. Ég hef að minnsta kosti engar áhyggjur af þessu.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 14.1.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband