Hubble 3D - Vísindaþátturinn

Ó mæ ó mæ hvað ég get ekki beðið eftir því að sjá þessa mynd: Hubble 3D. IMAX þrívíddarmynd um síðasta viðgerðarleiðangurinn til Hubble. Vá, það verður sjónarspil.

Slæmi stjörnufræðingurinn benti á að búið er að birta kynninguna á myndinni. Skoðaðu það, helst í 1080p háskerpu ef þú hefur tök á að sækja svo stóra skrá.

Kúúúúúúúl!

Ég vildi óska þess að það væri IMAX bíó á Íslandi. 

---

Fjórir síðustu Vísindaþættirnir eru loksins komnir á netið.

Rétt fyrir jól kíkti Anna Sigríður Árnadóttir, nýdoktor í stjarneðlisfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð, til okkar í spjall um doktorsverkefnið sitt sem fjallar um Vetrarbrautina okkar. Viðtalið er að finna hér.

Milli jóla og nýárs fórum við Björn Berg yfir stjörnufræðiárið og þættina okkar á árinu 2009. Ágætt spjall sem finna má hér.

Í fyrsta þætti ársins 2010 minntumst við þess að 400 ár voru liðin frá því að nútíma vísindi urðu til, þegar Galíleó Galílei fann fjögur tungl á sveimi um Júpíter. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu stiklaði á stóru um Galíleó og við Björn um tunglin sjálf. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

Í síðasta þætti mætti líffræðingurinn og bloggarinn Arnar Pálsson til okkar. Við fórum yfir líffræðiárið 2009 og ræddum vítt og breitt um líffræði. Þetta var mjög skemmtilegt spjall sem hægt er að hlýða á hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef farið á I MAX í Ameríku það er alveg meiriháttar, en það er þó smá sárabót að fá að horfa á myndbandið í 36" HD sjónvarpi í gegnum Apple Tv.

Takk fyrir fróðlega pistla.

kv

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 16:59

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir að nenna að lesa það sem við skrifum.

Ég sá Space Station í þrívídd í IMAX bíói í vísindasafninu í London fyrir nokkrum árum. Það var magnað. 

Og já, það er gott að geta sótt HD efni á netinu til að horfa á í háskerpusjónvarpinu heima.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 16.1.2010 kl. 13:21

3 identicon

Ætli þetta eigi eftir að koma í bíó hérna? Þetta er eitthvað sem maður vill fara á í bíó.

Takk fyrir góða síðu. Þessi og  stjornuskodun.is eru síður sem ég skoða á hverjum degi.

Þórhallur Björnsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég vona að hægt verði að sýna þetta hérna heima. Er örugglega alveg rosalega flott. Svo er ekki verra að sýna mynd með fræðslugildi.

Takk fyrir hrósið!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.1.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband