Listaverk frá Mars

listaverk_fra_mars.jpg

Það hefur örugglega ekki farið framhjá ykkur, sem fylgist með þessu bloggi, að ljósmyndir frá HiRISE myndavélinni í Mars Reconnaissance Orbiter geimfarinu eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. HiRISE er 0,5 metra breiður sjónauki með stórri CCD myndavél sem gefur 0,3 metra upplausn úr 300 km hæð. Til samanburðar eru gervihnattamyndirnar í Google Earth með 1 metra upplausn úr sambærilegri hæð.

Ein ljósmynd frá HiRISE er 20.000 x 126.000 pixlar eða 2520 megapixlar. Hvað er myndavélin þín margra pixla? Óþjöppuð ljósmynd frá HiRISE er 28 Gb.

Á Stjörnufræðivefnum hef ég tekið saman tuttugu af mínum uppáhalds myndum frá HiRISE. Þessar myndir eru sannkölluð listaverk.

- Listaverk frá Mars - tuttugu ljósmyndir frá HiRISE af yfirborði rauðu reikistjörnunnar -

Njóttu vel og vandlega. Og gerðu okkur þann góða greiða að dreifa þessu sem víðast, hvort sem er með því að senda slóðina í tölvupósti eða setja á Facebook. Þessar myndir eru svo magnaðar að sem flestir ættu að njóta þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þið eruð æði

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.1.2010 kl. 16:05

2 identicon

Snilld!!!! Vissi að það væri hægt að finna fallega náttúru á fleiri stöðum en í Vestmannaeyjum  ;)

Jónatan Gíslason (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 21:24

3 identicon

meinti landlag

Jónatan Gíslason (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband