22.1.2010 | 13:19
Loftsteinn féll í gegnum húsþak
Þetta finnst mér skemmtilegasta frétt vikunnar. (Af einhverjum ástæðum birtist það ekki þegar ég "embedda" það hingað á bloggið.)
Sem betur fer slasaðist enginn þótt loftsteinninn hefði fallið á yfir 300 km hraða á klukkustund í gegnum húsið. Ég væri alveg til í að þetta kæmi fyrir mig. Þá ætti ég alla vega flottan stein og flotta sögu af því hvernig ég komst yfir hann.
----
Mig langar til að vísa á þrjú útvarpsviðtöl við mig í síðustu viku og þessari, ef svo ólíklega vildi til að einhver hafi snefil af áhuga á að hlusta.
- Reykjavík síðdegis - Bylgjan - Fimmtudagur 14. janúar - 15 metra langur óþekktur hlutur sem flaug framhjá jörðinni
- Ísland í bítið - Bylgjan - Fimmtudagur 21. janúar - Myndir HiRISE af Mars
- Harmageddon - X-ið 977 - Fimmtudagur 21. janúar - Sólin og lítil sólvirkni (hefst ca. 16:15)
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Athugasemdir
Ekki viss um að þú fengir samt neitt út úr tryggingunum ;-) Heppilegt að enginn skyldi slasast og að hann lenti hjá læknum sem hafa vonandi efni á að gera við húsið.
Sverrir Gudmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.