Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun

namskeid_stjornuskodun 

Dagana 16. og 17. febrúar næstkomandi munu Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir námskeiði í stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir byrjendur. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga á stjörnunum og sérstaklega fyrir þá sem eiga stjörnusjónauka og vilja læra á hann. Eign á sjónauka er samtekkert skilyrði fyrir því að sækja námskeiðið.

Námskeiðið mun standa yfir tvö kvöld en eftir námskeiðið verður boðið upp á stjörnuskoðunarkvöld þar sem þátttakendum gefst kostur á að mæta með eigin sjónauka (ekki skilyrði). 

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness

Síðar í mánuðinum munu félagið og vefurinn bjóða upp á styttri barnanámskeið. Þau verða 27. og 28. febrúar. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu er að finna á vefsíðu félagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband