Sólin öll ađ koma til

Undanfarin tvö ár hefur sólin veriđ einstaklega óvirk. Raunar hefur virknin ekki veriđ minni í meira en öld. Af ţeim sökum hafa fallegar norđurljósasýningar veriđ óvenju fátíđar. 

En svo virđist sem sólin sé öll ađ koma til. Virknin virđist vera ađ aukast eins og sjá má á myndunum hér undir:

solin_solvirkni.jpg

Myndirnar sýna sólina í dag, 25. janúar. Myndin vinstra megin sýnir sólina nokkurn veginn í sýnilegu ljósi. Á henni sjást tvö sólblettasvćđi, annađ á norđurhveli en hitt á suđurhveli. Nyrđri hópurinn kallast 1042 en syđri 1041. Báđir hóparnir eru hluti af nýrri sólblettasveiflu og eru myndunarsvćđi ţeirra í samrćmi viđ ţađ. Viđ upphaf nýrrar sólblettasveiflu myndast sólblettir fyrst á háum breiddargráđum. Ţegar líđur á sólblettasveifluna fćrist myndunarsvćđiđ nćr miđbaug. Ţetta sést vel á hinu svonefnda fiđrildalínuriti.

Myndin hćgra megin sýnir kórónu sólar. Kórónan er yfir milljón °C heit og geislar ţ.a.l. ađallega frá sér orkuríku útfjólubláu ljósi. Á ţessari mynd sést 1,5 milljón °C heitt ljós međ 530 nanómetra bylgjulengd. Viđ ţennan feykilega hita hafa járnatómin misst 13 af 26 rafeindum sínum. Slík atóm, eđa öllu heldur jónir, eru venjulega táknuđ Fe13+.

En hvers vegna er virkni sólar svona sveiflukennd? Ţann 9. febrúar verđur nýjum sólkönnuđi skotiđ út í geiminn, Solar Dynamics Observatory, sem međal annars á ađ leita svara viđ ţeirri spurningu. Ljósmyndir verđa teknar á tíu bylgjulengdum á tíu sekúndna fresti. Solar Dynamics Observatory á ađ senda daglega 1,5 terabćt af gögnum sem samsvarar ţví ađ mađur hlađi niđur hálfri milljón laga á degi hverjum. Ljósmyndir geimfarsins af sólinni verđa 4096 x 4096 pixlar međ tífalt meiri upplausn en háskerpusjónvarpsmyndir, eđa sambćrileg gćđi og mađur sér og upplifir í IMAX kvikmyndahúsi. Ţannig verđur unnt ađ koma auga á smáatriđi á sólinni sem hafa sjaldan eđa aldrei sést áđur.

Ţađ eru óneitanlega spennandi tímar framundan í rannsóknum á sólinni. 

Í sumar munum viđ veita ţér nokkur tćkifćri til ađ skođa ţessa nálćgustu sólstjörnu í nálćgđ. Nánar ađ ţví nćsta sumar.

Ítarefni á Stjörnufrćđivefnum

Ađ lokum minnum viđ áhugasama á námskeiđ í stjörnufrćđi og stjörnuskođun!

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband