28.1.2010 | 10:01
Kodak moment á Satúrnusi - Stjörnufræði í Íslandi í bítið
Stjörnufræðimynd gærdagsins var einstaklega glæsileg. Gjörðu svo vel!
Á myndinni sjást tvö af rúmlega sextíu þekktum tunglum Satúrnusar, tunglin Títan og Teþýs. Þetta er alvöru ljósmynd, ekkert fótosjoppuð þótt ótrúlegt megi virðast. Cassini geimfarið var í um milljón km fjarlægð frá Títan og tveggja milljón km fjarlægð frá Teþýs þegar myndin var tekin.
Teþýs er ístungl, rétt um 1000 km í þvermál. Yfirborðið er aldrað, alsett gígum. Stærsti gígurinn nefnist Ódysseifur og er hann um 400 km breiður. Væri Reykjavík á syðri gígbarmi hans væri Húsavík á nyrðri.
Myndin af Títan er forvitnileg. Eins og sjá má er yfirborðið hulið þykkum ógegnsæjum lofthjúpi. Ef vel er að gáð sjást efstu lög lofthjúpsins sem örþunn bláleit þokuslæða frammi fyrir kolsvörtum himingeimnum. Virkilega fallegt!
Hægt er að sækja stærri útgáfur hér.
----
Stjörnufræðivefurinn hefur hafið samstarf við Ísland í bítið á Bylgjunni. Næstu miðvikudagsmorgna klukkan 07:20 verður fjallað um stjörnufræði og stjörnuskoðun í þættinum hjá Heimi og Kollu (eða Sólveigu eins og í gær). Ætlunin er að miðla undrum alheimsins til þín á skemmtilegan og fróðlegan hátt sem vonandi skilur eitthvað eftir. Umfjöllunarefnin verða eins víðtæk og unnt er, allt frá vangaveltum um líf í alheimi og leitina að reikistjörnum í öðrum sólkerfum, til vangaveltna um uppruna alls í kringum.
Með þessu erum við að reyna að auka og efla umfjöllun um vísindi í fjölmiðlum.
Í gær ræddi ég, Sævar, við Heimi og Sólveigu um Mars og sérstaklega Marsjeppann Spirit sem situr nú fastur á yfirborðinu. Hægt er að hlýða á spjallið hér.
Í næstu viku ætla ég að fjalla um vísindin í kvikmyndinni Avatar.
----
Það má svo að sjálfsögðu ekki gleyma Vísindaþættinum á Útvarpi Sögu. Á þriðjudaginn ræddum við Björn Berg við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing við HÍ um jarðskjálftana á Haítí og jarðhræringar í Eyjafjallajökli og við Upptyppinga. Þátturinn er að sjálfsögðu kominn á vefinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
Ótrúlega flott mynd!
Þórhildur Daðadóttir, 28.1.2010 kl. 10:03
Talandi um Kodak moment.. sá vísun á þetta á Vantrú í gær. Tunglið og Júpiter (og Venus) raðast upp og mynda samskonar 'tákn' og á þjóðfána Tyrklands.. séð frá Tyrklandi :)
Arnar, 28.1.2010 kl. 10:51
Þetta er virkilega fallegt og hafið þökk fyrir þetta!
Sigurjón, 28.1.2010 kl. 11:21
In the United States, many of the public radio stations carry a short segment called Star Date, which is produced by a the University of New Mexico if I remember right. It tells people what astronomical phenomena are taking place in the sky over the United States, and runs once a week I think. It tells people where to look and whether or not something is visible with the naked eye. The segment is produced with this wonderful background music and a soothing woman's voice, and is the longest running science segment in the U.S. You probably already knew about it, but this reminded me of that. Radio really is a wonderful format for talking about astronomy, because people can look up while they listen.
Lissy (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:18
Flottastir
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.1.2010 kl. 13:03
Arnar: Þetta er alvöru Kodak moment! Skemmtilegt hvað þetta varð til þess að margir litu til himins. Ég man að í fyrra var Venus áberandi á himninum og þá komu stundir þegar tunglið og Venus voru mjög nálægt á himninum. Mjög fallegt.
Lissy: Ég hafði ekki heyrt um þetta en það er gaman að heyra þetta frá þér. Útvarp hentar mjög vel til að lýsa himninum og tala um stjörnufræði eins og þú nefnir. Vonandi verður heiðskírt næsta miðvikudag og ég get þá bent fólki á eitthvað forvitnilegt á himninum þá.
Sigurjón og Arinbjörn: Takk fyrir!
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 28.1.2010 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.