Fyrirlestur um loftslagsbreytingar

Við megum til með að benda þér á áhugaverða fyrirlestraröð:

Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju, klukkan 13:00-14:30.

Annar fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 6. febrúar. Þá mun Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, flytja erindið Hitnar í kolunum.

Á 19. öld varð vísindamönnum ljóst að geislunaráhrif sumra lofttegunda í lofthjúpi jarðar valda verulegri hlýnun við yfirborð jarðar. Rökrétt afleiðing þess var að losun koldíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis myndi valda hnattrænni hlýnun.

Á síðustu öld varð veruleg hlýnun og athuganir benda til þess að hún sé mikil og skörp í samanburði við loftslagsbreytingar fyrr á öldum. Skýrsla Milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar árið 2007 olli nokkrum straumhvörfum í umræðunni, en þar voru dregnar saman mjög afgerandi upplýsingar um loftslagsbreytingar, ástæður þeirra og líklegar afleiðingar ef ekki yrði dregið úr losun.

Síðan skýrslan kom út hafa ítarleg gögn sýnt framhald loftslagsbreytinga og samningaviðræður hafa haldið áfram um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þær viðræður leiddu þó ekki til afdráttarlausrar niðurstöðu í Kaupmannahöfn í desember, en þeim verður haldið áfram á þessu ári. Þetta gerist í moldviðri brigslyrða um svik og pretti og háværri gagnrýni á vísindin. Í fyrirlestrinum verður rætt um stöðuna í loftslagsmálum á nýju ári.

Held að mörgum hér á Moggablogginu veiti ekki af að sækja þennan fyrirlestur.

Halldór hefur að sjálfsögðu heimsótt okkur í Vísindaþáttinn á Útvarpi Sögu. Hér getur þú hlustað á spjallið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta verður örugglega fróðlegur fyrirlestur hjá Halldóri, ég hlakka til að fara á hann.

Halldór hefur m.a. skrifað 2 gestapistla á Loftslag.is:

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 21:24

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Já, úbbs, ég gleymdi að vísa á þá. Gott að þú gerðir það hér með.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.2.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband