Fjör á safnanótt og byrjendanámskeiði

Stjörnuskoðunarfélagið og Stjörnufræðivefurinn stóðu fyrir uppákomu á safnanótt í Listasafni Reykjavíkur. Sjö sjálfboðaliðar stóðu vaktina og buðu fólki m.a. í stjörnuskoðun innanhúss, að upplifa hverfitregðu á snúningsdiski og að halda á 4,5 milljarða ára gömlum loftsteinum! Gestir spurðu alls konar spurninga og nokkrir keyptu tímarit félagsins og DVD diskinn Horft til himins. Það var líka gaman að sjá nokkra félaga í Stjörnuskoðunarfélaginu sem kíktu við í Hafnarhúsinu.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá safnanóttinni og byrjendanámskeiðinu á Stjörnufræðivefnum.

-Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband