Stjörnukort fyrir Ísland í mars

Við höfum sett upp stjörnukort sem sýnir næturhimininn yfir Íslandi á milli kl. níu og tíu á kvöldin í mars. Á kortinu má finna reikistjörnurnar sem sjást á kvöldin, stjörnumerkin og áhugaverð fyrirbæri. Þessu til viðbótar fylgir leiðarvísir um stjörnuhimininn fyrir byrjendur í stjörnuskoðun.

Hér er stjörnukortið ásamt leiðarvísi á Stjörnufræðivefnum

Meðal þess sem er að finna á himninum eru reikistjörnurnar Mars og Satúrnus. Í litlum stjörnusjónauka má sjá hringa Satúrnusar sem örmjótt strik og Mars sem litla hringskífu. Óríon og stjörnurnar í Vetrarþríhyrningnum eru einnig áberandi á suðurhimni skömmu eftir sólsetur.

ljonid-mars-saturnus 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband