12.3.2010 | 16:31
Ferðast um Vetrarbrautina með GLIMPSE
Það væri gaman að geta ferðast óhindrað um Vetrarbrautina okkar. Það er erfitt að gera sér grein fyrir öllum þeim fjölda fyrirbæra sem hún hefur að geyma. Gas og ryk í skífu Vetrarbrautarinnar gleypa í sig sýnilegt ljós og líkt og gluggatjöld, byrgja okkur sýn inn í skífuna. Spitzer er geimsjónauki NASA sem sér heiminn í innrauðu en innrautt ljós á auðvelda leið gegnum gas og ryk. Eitt af stóru verkefnum Spitzer var að kortleggja skífu Vetrarbrautarinnar í innrauðu ljósi. Verkefnið hlaut nafnið GLIMPSE (Galactic Legacy Infrared Mid-Plane Survey) og er nú opið almenningi til skoðunnar. Það er virkilega gaman að "vafra" um Vetrarbrautina með GLIMPSE þar sem hægt er að stækka og minnka að vild kort af ótrúlegum fjölda stjarna, gasskýja og rykmyndanna. Fátt betra en að geta farið í "stjörnuskoðun" heima í stofu þegar skýjað er. Hlekkurinn hér að neðan færir ykkur á heimasíðu GLIMPSE.
Skoða GLIMPSE (smellið á "Launch Viewer")
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.