Nýr sjónauki MA heitir Stjörnu-Oddi

Á laugardaginn var haldið málþing á Akureyri um stjörnufræði í tilefni af ári stjörnufræðinnar og vígslu nýs stjörnusjónauka Menntaskólans á Akureyri. Félagar úr Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness mættu á svæðið og kynntu félagið, ásamt því að sýna gestum loftsteina og bjóða þeim í stjörnuskoðun innanhúss.

Sjónaukinn Stjörnu-Oddi á þaki MA 

Í lok málþingsins var vígður nýr stjörnusjónauki sem er að finna á þaki Möðruvalla (raungreinahús MA). Hann fékk það snjalla nafn Stjörnu-Oddi og í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýs stjörnuskoðunarfélags á Akureyri sem fékk heitið Stjörnu-Odda félagið. Ætlunin er að hafa mikið samstarf milli félaganna á Akureyri og Seltjarnarnesi og er stefnt að sameiginlegum félagsfundi og stjörnuteiti í haust.

Á Stjörnufræðivefnum er að finna fleiri myndir frá málþinginu.

kynningarbord-i-ma-oskar_973540.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband