25.3.2010 | 11:31
Satúrnus í gegnum iPhone
Þá er ég loksins kominn heim eftir frábært ferðalag til Suður Afríku. Mun segja nánar frá ferðalaginu hér á blogginu og á Stjörnufræðivefnum síðar.
Einn af hápunktum ferðarinnar var stjörnuskoðun sem ég fór í hjá Stjörnustöð Suður Afríku. Þar eru nokkrar rannsóknarstöðvar og aðstæður í heimsklassa.
Ég skoðaði fjölmörg glæsileg fyrirbæri með 14 tommu Celestron Schmidt-Cassegrain sjónauka. Satúrnus var þar á meðal og tók ég mynd af honum í gegnum augnglerið með iPhone símanum mínum. Niðurstaðan kom mér mjög á óvart:
Það þarf ekki mikið til að greina hringa Satúrnusar í gegnum stjörnusjónauka. Litli depillinn vinstra meginn við Satúrnus er tunglið Títan.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Athugasemdir
Flott mynd, svoldið svona eins og UFO samt :)
Arnar, 26.3.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.