5.4.2010 | 20:38
Óvenjuleg en mögnuð mynd af norðurljósunum... úr geimnum!
Twitter er frábært fyrirbæri. Þar er okkur að sjálfsögðu að finna og geimfara einn sem er um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Sá kappi heitir Soichi Noguchi og er frá Japan. Með Nikon myndavél að vopni ljósmyndar hann jörðina úr 400 km hæð og sendir myndirnar á Twitter. Í gær sendi hann eina óvenjulega en alveg magnaða mynd af norðurljósunum.
Græni hluti ljósanna er í um 100 km hæð yfir jörðinni en rauði hlutinn getur teygt sig nokkur hundruð kílómetrum hærra. Soichi hefur því alveg rétt fyrir sér þegar hann segir að geimstöðin þjóti í gegnum norðurljósin. Geimstöðin svífur um jörðina á 28.500 km hraða á klukkustund. Á þessum hraða er hún fótboltaleik (90 mínútur) eða svo að ferðast umhverfis jörðina. Það skal tekið fram að geimfararnir hljóta ekki skaða af því að ferðast í gegnum norðurljósin.
Á myndinni sést Soyuz geimfarið tengt við geimstöðina. Á miðvikudag fjölgar íbúum geimstöðvarinnar þegar Discovery tengist við hana. Myndin er tekin út um einn af sjö gluggum Cupola einingarinnar sem geimferjan Endeavour kom fyrir á geimstöðinni í febrúar síðastliðnum.
Útsýnið sem þetta fólk nýtur út um glugga Cupola er stórkostlegt. Með hjálp Twitter getur þú notið þess sem geimfararnir sjá.
- Sævar
Geimferja á loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegar myndir. Held annars að Nikon myndavélin hafi gert útslagið í þetta skiptið ;-)
Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.