Vetrarbrautaþrenning í Ljóninu

Einn fallegasti vetrarbrautahópur sem áhugafólk getur skoðað með litlum stjörnusjónaukum á næturhimninum er Ljónsþrenningin svonefnda. Í þrenningunni, sem er í um 35 milljón ljósára fjarlægð, eru þyrilvetrarbrautir - M65, M66 og NGC 3628 - sem allar víxlverka hver við aðra. Dag einn sameinast þær í eina risavetrarbraut í tiheyrandi hamförum.

Þyngdartogið milli þeirra er þegar farið að hafa áhrif á lögun vetrarbrautanna. Frá NGC 3628 liggur hali úr ungum bláum stjörnum meira en 300.000 ljósár út í geiminn eins og sjá má á þessari mynd sem ég stal af APOD.

Mynd: Steve Mandel (Galaxy Images

Í dag birtist glæný og tignarleg mynd frá Hubble geimsjónaukanum af vetrarbrautinni M66. Sú vetrarbraut er greinilega að afmyndast vegna víxlverkunar við nágrannavetrarbrautirnar. Þyrilarmar hennar eru ósamhverfir, sem er harla óvenjulegt því oftast vinda þétt gas- og ryksvæði og nýmyndaðar stjörnur upp á miðju vetrarbrautar á samhverfan hátt. Kjarninn er heldur ekki í miðju vetrarbrautarinnar. Í þyrilörmunum sjást stjörnuþokur og nýmyndaðar stjörnuþyrpingar.

hubble_messier66.jpg

Stjörnufræðivefurinn fær nú fréttir frá ESO og Hubble fyrirfram svo hér eftir birtast fréttirnar samtímis hjá okkur og þeim.

- Sævar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband