Mögnuð mynd NASA af gosmekkinum

NASA birti áðan þessa stórkostlegu mynd af Íslandi og gosmekkinum úr Eyjafjallajökli sem tekin var rétt eftir hádegi í gær:

island_eyjafjallajokull_gosmokkur_982592.jpg

Smáatriðin í mekkinum:

Fyrir mitt leyti er þetta magnaðast gervitunglamynd sem tekin hefur verið af Íslandi hingað til.

Ég kíkti á gosið í gærkvöldi og tók nokkrar myndir af mekkinum. 

Ég prófaði líka í fyrsta sinn að útbúa time-laps myndskeið. Hér er rúmlega fjórum mínútum þjappað í sjö sekúndur. Vissi ekkert hvað ég var að gera, eins og kannski sést, en hér er niðurstaðan á Vimeo

Eldgos í Eyjafjallajökli from Sævar Helgi Bragason on Vimeo.

Ágætis byrjun svo sem en ég mun klárlega reyna að mastera þetta betur í framtíðinni.

- Sævar


mbl.is Öskufall á Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Mögnuð gervihnattamynd - einnig ljósmyndin, en mér tekst ekki að komast inn á time-lapsið.

Höskuldur Búi Jónsson, 18.4.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Time lapsið er komið inn núna.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.4.2010 kl. 15:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála með mögnuðustu gervitunglamyndina. Ég ætla að fá að birta hana á mínu bloggi og mun geta stjörnufræðivefjarins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 15:13

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Um að gera að koma myndunum sem víðast. Og takk kærlega fyrir að vísa á okkur Gunnar.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 18.4.2010 kl. 18:28

5 identicon

Your language confuses me, therefore I dismiss your silly volcano as meaningless.

Uncle Sam (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 19:31

6 identicon

I blame you, Gene Masseth!

Squirrel Sack (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 19:36

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Time-lapsið er mjög flott, og gervihnattamyndin líka.

Mér finnst samt þessi mynd af Íslandi flottust:

Lægðarmiðja nálgast Ísland

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2010 kl. 19:55

8 identicon

Vá þetta er svakalegt. Eins gott að þetta fer beint í suður. Væri ekki gaman að fá þennann viðbjóð yfir sig. Vonandi að þetta verði minna þegar vindáttin snýst.

Óli (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband