22.4.2010 | 21:38
Sólin í öllu sínu veldi
Við birtum bloggfærslu og frétt um þessar stórkostlegu myndir í gær. Frétt okkar er að finna hér, hafi einhver áhuga á.
Í dag skrifaði Sverrir svo stutta færslu þar sem stærðin á sólstróknum er borin saman við stærð jarðar:
Í sumar ætlum við að bjóða þér og öllum áhugasömum að skoða þessi fyrirbæri á sólinni. Við erum vel útbúnir sjónaukum sem sýna okkur sólstrókana og önnur virk svæði á sólinni. Sólskoðunin fer fram þann 17. júní ef veður leyfir og munum við kynna það nánar þegar nær dregur.
Nánar er hægt að lesa um Solar Dynamics Observatory á Stjörnufræðivefnum.
Hrós til Mbl.is fyrir að birta þessa fínu frétt um þessar stórfenglegu myndir!
- Sævar
Nýjar myndir af sólinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Er þetta hlutfallslega rétt fjarlægð milli tungls og jarðar?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 10:43
Þetta er a.m.k. ekki langt frá réttum hlutföllum.
Neðarlega í þessari grein er mynd með réttum hlutföllum: http://www.aerospaceweb.org/question/astronomy/q0262.shtml
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 24.4.2010 kl. 12:14
Tunglið er glettilega langt frá Jörðu
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 15:17
Hjartanlega sammála! Allar þessar myndir sem sýna jörð og tungl hvort við hliðina á öðru rugla mann í ríminu.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 24.4.2010 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.