4.6.2010 | 09:18
Smástirni rekst á Júpíter!
Í gćr, 3. júní, náđu tveir stjörnuáhugamenn, Anthony Wesley frá Ástralíu og Christopher Go frá Filippseyjum, myndum af smástirni rekast á Júpíter. Greindu ţeir blossann sem myndađist ţegar smástirniđ brann upp í lofthjúpnum:
Christopher Go náđi líka myndum af atburđinum sem sjá má hér (WMV skrá, 140 kb).
Hér undir er mynd sem Wesley tók og sýnir blossann vel.
Í júlí í fyrra náđi ţessi sami Wesley myndum af svörtum bletti í lofthjúpi Júpíters. Bletturinn var ekki á myndum sem Wesley tók örfáum mínútum áđur. Í ljós kom ađ hann hafđi myndađ fyrstu merki árekstrar 500 metra breiđs smástirnis viđ gasrisann. Sprengingin sem ţá varđ jafngilti nokkrum ţúsundum kjarnorkusprengja. Skömmu síđar var Hubblessjónaukanum beint á Júpíter og sá ţetta:
Mynd Hubblessjónaukans af svarta blettinum sem myndađist í kjölfar áreksturs 500 metra breiđs smástirnis í júlí 2009.
Halastjörnuáreksturinn 1994
Ţetta eru ekki fyrstu og einu skiptin sem viđ verđum vitni ađ árekstri viđ Júpíter. Áriđ 1994 varđ sá stćrsti sem viđ höfum orđiđ vitni ađ. Áriđ áđur fundu hjónakornin Eugene og Carolyn Shoemaker ásamt David Levy halastjörnu skammt frá Júpíter. Sú hafđi gerst of nćrgöngul áriđ 1992 og tvístrast vegna flóđkrafta frá gasrisanum. Viđ nánar rannsóknir kom í ljós ađ 21 brot úr halastjörnunni, allt ađ 2 km í ţvermál, stefndu beint á Júpíter.
Mynd Hubblessjónaukans af halastjörnunni Shoemker-Levy 9.
Milli 16. og 22. júlí 1994 rákust ţessi halastjörnubrot á suđurhvel Júpíters á um 60 km hrađa á sekúndu. Örin eftir árekstrana sáust greinilega í marga mánuđi á eftir.
Myndskeiđ sem sýnir árekstur eins halastjörnubrots viđ Júpíter í innrauđu ljósi. Bjarti bletturinn hćgra meginn er tungliđ Íó.
Ógnarsterkur ţyngdarkraftur Júpíter sogar eflaust sćg smástirna og loftsteina á ári hverju. Á ţann hátt hefur hann vafalaust gleypt í sig stöku halastjörnur og smástirni sem hefđu hugsanlega skolliđ á jörđina. Júpíter getur líka ţeytt ţessum fyrirbćrum inn í innra sólkerfiđ. Kannski átti Júpíter ţátt í ađ útrýma risaeđlunum. Hver veit?
- Sćvar
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Athugasemdir
Magnađ, videoiđ er reyndar svo stutt ađ ég missti af ţessu í fyrsta áhorfi :)
Ţetta hlýtur ađ vera tiltölulega algengt, ţótt kannski séu flestir hlutir sem falla inn í Júpiter of littlir til ađ skilja eftir sig sjáanleg ummerki. Og jafnvel of litlir til ađ sjást frá Jörđu.
Annars finnst mér orđalagiđ í:
Svoldiđ vafasamt, varla hćgt ađ fullyrđa ađ allar halastjörnur og smástirni sem sleppa fram hjá Júpiter muni lenda á Jörđinni. Ţćr gćtu ţađ hugsanlega.
Arnar, 4.6.2010 kl. 10:40
Ég bćtti viđ mynd sem sýnir blossann betur, enda myndskeiđiđ svo stutt eins og ţú bendir á.
Svona atburđir eru örugglega daglegt brauđ á Júpíter, ţađ er alveg rétt, en ţađ er mjög mikil heppni ađ hitta akkúrat á hann. Flestir eru miklu daufari en ţetta.
Varđandi orđalagiđ, ţá mćtti ţađ alveg vera skýrara, ţađ er alveg rétt. Ég kippi ţví í liđinn.
Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.6.2010 kl. 10:49
Ađ gefnu tilefni: Hvađ myndi gerast ef brúnn dvergur, nokkur hundruđ km í ţvermál og međ massa sem vćri mörgum sinnum massi jarđar, rćkist á tungliđ okkar og grćfi sig niđur undir yfirborđ tunglsins?
Vendetta, 8.6.2010 kl. 16:17
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.