9.6.2010 | 09:41
Líffræðileg fjölbreytni í Vísindaþættinum
Árið 2010 er ár líffræðilegrar fjölbreytni. Að því tilefni höfum við reynt að fjalla meira um líffræði í Vísindaþættinum en áður og langar mig til að benda áhugasömum á nokkra áhugaverða þætti sem þú getur hlustað á í iPodinum eða Mp3 spilaranum þínum, nú eða bara í tölvunni.
- 8. júní 2010 - Skordýrafræði - Erling Ólafsson
- 1. júní 2010 - Hannað erfðaefni í bakteríu - Martin Ingi Sigurðsson
- 13. apríl 2010 - Jaðarörverur í Skaftárkötlum - Viggó Marteinsson
- 12. janúar 2010 - Líffræðiárið 2009 - Arnar Pálsson
Vísindaþátturinn er þriðjudaga milli 17 og 18 á Útvarpi Sögu. Þættirnir eru alltaf aðgengilegir á Stjörnufræðivefnum. Í haust, þegar nýr Stjörnufræðivefur verður opnaður, verður hægt að gerast áskrifandi að þættinum í gegnum iTunes.
Við höfum stundum verið spurðir hvers vegna við erum með þennan þátt. Svarið er einfalt. Vísindi eru ótrúlega áhugaverð og spennandi og okkur fannst sárlega vanta meiri umfjöllun um þau í íslenskum fjölmiðlum.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Fyrst þetta er bloggsíða um stjörnufræði, má ég þá spyrja aftur að því sem ég spurði varðandi fyrri færslu, en sem var ekki svarað. Það var verið að sýna myndina Impact á Stöð 2. Myndin fljallar um brúnan dverg sem rekst á tunglið okkar og grefst langt niður undir yfirborð tunglsins, þær afleiðingar sem það hefur og hvernig allt komst í lag aftur. Þótt ég þekki bara stjörnufræði af afspurn, þá þótti mér þessi mynd mjög ótrúverðug á margan hátt, sérstaklega seinni hlutinn, og margir hlutir fá ekki staðizt að mínu mati.
Í lok fyrsta hlutar, þegar tunglið átti að rekast á jörðina, varð ég ánægður, því að þetta var mjög líklegt skv. lögmálum Newtons, og auk þess mjög óhollywoodskt. En nei, Kanarnir gripu inn í og aðeins tveir dóu í stað 5 milljarða.
Það sem mér þætti gott að fá að vita frá þeim sem sáu myndina, hvort nokkur hluti söguþráðarins styðjist við vísindaleg rök.
Vendetta, 9.6.2010 kl. 15:29
Ég tók ekki eftir fyrri athugasemdinni frá þér fyrr en núna, þegar þú bentir á hana. Ég sá nú ekki (sem betur fer kannski) þennan þátt, en miðað við það sem ég hef heyrt er þetta sennilega algjört rugl frá A til Ö.
Brúnn dvergur er misheppnuð stjarna, nokkurs konar millistig stjörnu og reikistjörnu. Smæstu brúnu dvergarnir eru stærri og massameiri en Júpíter, sem aftur er miklu stærri en jörðin og tunglið til samans. Ef brúnn dvergur stefndi að okkur, eða brot úr honum (sem er fáránleg hugmynd út af fyrir sig) myndi hann gjörsamlega tvístra jörðinni og tunglinu vegna flóðkrafta sem verkar á milli hnattanna. Þannig myndi brúni dvergurinn aldrei geta rekist á tunglið og brotið það að hluta til, það myndi tvístrast nær algerlega.
Vona að þetta svari einhverju.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 10.6.2010 kl. 13:37
Þetta grunaði mig. Þessi "brúni dvergur" átti bara að vera nokkrir km í þvermál (átti víst að vera brot úr brúnum dveg sem í mínum huga er alveg út í hött), en áhrifin í myndinni voru þær að sporbraut tunglins um jörðu aflagaðist og varð ellípsk og hraðari vegna massaaukningar tunglsins (tunglið varð mörgum sinnum massameira en jörðin), tunglið kom mikið nær jörðu en áður þegar það var næst og gerði það að verkum að fólk varð þyngdarlaust meðan það fór framhjá. Seinni hlutinn var svo asnalegur, að það sló næstum því öll met fyrir svona myndir.
Þessi brúni dvergur var með loftsteinum í för til að byrja með. En hafði engin áhrif á loftsteinana, ekkert aðdráttarafl milli dvergsins og loftsteinana. Bara það hefði getað slegið því föstu að afgangurinn af myndinni yrði tóm tjara.
Vendetta, 10.6.2010 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.