12.7.2010 | 12:14
Smástirniđ Lútesía og Satúrnus
Á laugardaginn (10. júní) heimsótti evrópska geimfariđ Rósetta smástirniđ Lútesíu. Lútesía er rúmlega 100 km í ţvermál og er stćrsta smástirni sem geimfar hefur heimsótt hingađ til, eđa ţangađ til Dawn geimfar NASA kemst á braut um Vestu á nćsta ári. Rósetta ţaut framhjá smástirninu á 15 km hrađa á sekúndu og komst nćst ţví í rétt innan viđ 3200 km fjarlćgđ.
Ađ sjálfsögđu voru teknar nokkrar myndir af framhjáfluginu, međal annars ţessi hér, sem mér ţykir alveg hreint mögnuđ:
Mynd: ESA 2010 MPS for OSIRIS Team MPS / UPD / LAM / IAA / RSSD / INTA / UPM / DASP / IDA
Í forgrunni er Lútesía, séđ úr 36.000 km fjarlćgđ, eđa álíka langt og hćstu gervitungl eru alla jafna yfir jörđinni. Litli hnötturinn í bakgrunni er sjálfur Satúrnus, nokkur hundruđ milljón km í burtu! Sólkerfiđ okkar er ótrúlega tómlegur stađur og sjaldgćft ađ ná tveimur ađskildum hnöttum á sömu mynd.
Mynd: ESA 2010 MPS for OSIRIS Team MPS / UPD / LAM / IAA / RSSD / INTA / UPM / DASP / IDA
Smástirniđ Lútesía í allri sinni dýrđ. Ef grannt er skođađ sjást rákir á yfirborđi smástirnisins:
Rákirnar minntu mig strax á Marstungliđ Fóbos.
Fóbos er smástirni sem Mars fangađi líklega snemma í sögu sólkerfisins. Menn hafa lengi velt fyrir sér hvernig ţessar rákir mynduđust. Lengi var uppi sú tilgáta ađ árekstrar smástirna viđ Mars ćttu sök á ţeim. Ţannig er ađ viđ árekstra ţeytist efni út í geiminn og hafa sumir stjörnufrćđingar velt fyrir sér hvort rákirnar mynduđust ţegar efnisskvettur lentu á Fóbosi. Lútesía er langt frá Mars svo ţessi útskýring er sennilega ekki rétt í tilviki Fóbasar. Rákirnar eru líkar svo myndun ţeirra hlýtur ađ eiga sér samskonar uppruna.
Á braut um halastjörnu
Rósetta geimfarinu var skotiđ á loft áriđ 2004. Áriđ 2014 kemst ţađ á braut um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko og ver tćpu ári ađ rannsaka hana. Međ í för er lítiđ könnunarfar, Philae, sem á ađ lenda á halastjörnunni síđla árs 2014. Verđur ţetta í fyrsta sinn sem geimfar kemst á braut um halastjörnu.
Rósetta geimfariđ er nefnt eftir Rósetta steininum sem franskir hermenn úr her Napóleóns fundu nćrri í Egiptalandi áriđ 1799. Međ steininum tókst mönnum ađ ráđa í fornegipska letriđ híeróglýfur. Ţegar ţađ tókst opnađist okkur heimur fornegipta sem áđur var hulinn. Á sama hátt vonast menn til ađ Rósetta geimfariđ hjálpi mönnum ađ ráđa í leyndardóminn um uppruna sólkerfisins og uppruna vatns á jörđinni.
Ég get ekki beđiđ.
- Sćvar
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Athugasemdir
efsta myndin er alveg geđveik
Jónatan Gíslason, 16.7.2010 kl. 20:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.