4.8.2010 | 14:49
Mars veršur EKKI jafnstór og tungliš ķ įgśst!
Žessari fęrslu er ašallega ętlaš aš leišrétta žann misskilning sem fer į kreik ķ tölvupósti į hverju einasta sumri um aš Mars verši jafnstór og tungliš. Sem betur fer spyrja margir okkur śt ķ žetta og viš fįum tękifęri til žess aš leišrétta misskilninginn. Svo mį mašur ekki vera of neikvęšur žvķ svona fréttir fį fólk til žess aš hugsa upp į viš til stjarnanna.
Ķ tölvupóstinum sem gengur į milli manna er žvķ haldiš fram aš Mars komi svo nęrri jöršu ķ įgśst aš hann verši jafnstór og tungliš į himninum. Misskilningurinn į rętur sķnar aš rekja til frétta frį įrinu 2003. Žar var talaš um aš Mars hefši ekki oršiš stęrri į himninum ķ um 60 žśsund įr (sķšan įriš 57.537 f. Kr.!) en žaš fór öllu minna fyrir žeirri stašreynd aš hann yrši nęst įlķka stór eftir tęp 200 įr ķ įgśst įriš 2287.
Žrįtt fyrir aš Mars kęmi óvenju nęrri jöršinni įriš 2003 og vęri bjartasta stjarnan į nęturhimninum, var tungliš okkar samt meira en 60 sinnum breišara en rauša reikistjarnan og um 10.000 sinnum bjartara.
Žessa mynd tók Jerry Xiaojin Zhu (myndasķša hans) af tunglinu og Mars žann 2. įgśst 2003, tępum fjórum vikum įšur en Mars komst nęst jöršu (27. įgśst). ©Jerry Xiaojin ZhuAnnaš mikilvęgt atriši ķ žessu samhengi er aš Mars sést ekki aš nóttu til frį Ķslandi ķ įgśst 2010. Hann sést reyndar į kvöldin sunnar į hnettinum (t.d. frį Mexķkó) en er žar ašeins ķ 25. sęti yfir björtustu stjörnurnar į kvöldhimni sumariš 2010, enda mį segja aš hann sé hinum megin viš sólina og lengra ķ burtu en hśn.
Mars er tęplega tvö įr aš fara einn hring umhverfis sólina. Hann sést žvķ best frį jöršu annaš hvert įr (žegar hann fer framhjį jöršinni į braut sinni um sólu). Žótt Mars sjįist ekki frį Ķslandi ķ vetur mun hann sjįst vel eftir eitt įr (veturinn 2011-2012).
Hvaš ef...?
Žaš vęri mjög įhugavert aš velta fyrir sér hvaš myndi gerast ef Mars kęmi žaš nęrri jöršu aš hann yrši jafnstór og tungliš. Žar sem Mars er um tvöfalt breišari en tungliš žį žyrfti hann aš vera tvisvar sinnum lengra frį jöršu til žess aš viršast jafnstór og tungliš į himninum (u.ž.b. 800 žśsund km ķ burtu ķ staš žeirra 56 milljón km sem skildu reikistjörnurnar aš ķ įgśst 2003).
Ef Mars kęmi svona nįlęgt ķ raun og veru myndi žaš hafa mikil įhrif, til dęmis į flóš og fjöru. Jafnframt vęri hętt viš aš braut tunglsins okkar myndi raskast verulega og viš jaršarbśar jafnvel missa žaš śt ķ geim. Žaš yrši mikill missir fyrir okkur sem höfum įhuga į stjörnuskošun!
Fleiri myndir af Mars og tunglinu
Hér eru fleiri myndir af tunglinu og Mars frį 2003:
Žessa mynd tók Gary Ayton (myndasķša hans) af žvķ žegar Mars gekk į bak viš tungliš žann 7. október 2003, u.ž.b. sex vikum eftir aš Mars komst nęst jöršu (27. įgśst). Smelliš tvisvar sinnum į myndina til žess aš fį hana upp ķ réttri stęrš. ©Gary Ayton
Žessa mynd tók Michael L. Weasner (myndasķša hans) af tunglinu og Mars žann 12. įgśst 2003, u.ž.b. tveimur vikum įšur aš Mars komst nęst jöršu (27. įgśst). Myndavélin żkir stęrš Mars sem var mun minni ķ raun og veru. ©Michael L. Weasner
-Sverrir
Flokkur: Vķsindi og fręši | Breytt 5.8.2010 kl. 08:41 | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.