Stormurinn í desember 2006

Ég bý svo vel ađ vinna hjá stjörnufrćđingunum hér í háskólanum og má ţví til međ ađ koma á framfćri línuriti af segulstorminum í desember 2006. Gunnlaugur Björnsson, stjarneđlisfrćđingur, segulmćlingamađur og yfirmađur minn, sendi mér línuritin í gćr:

Hér undir er fyrst línuritiđ frá 14. desember 2006:

leirv_06348.png

Og svo frá 15. desember:

leirv_06349.png

Skođum ţá nćst uppsprettu ţessa segulstorms. Hér sést hvernig sólin leit út ţann 13. desember:

midi512_blank_1015445.gif

Sólblossinn sem olli segulstorminum í desember 2006 mátti rekja til sólblettsins sem sést á myndinni hér fyrir ofan. Ţessi blettur er á ađ giska tífalt stćrri en jörđin ađ ţvermáli. Sólbletturinn er virkt svćđi á sólinni. Ţar var segulsviđiđ sérstaklega sterkt og ţegar orka ţess losnađi úr lćđingi varđ ţessi sólblossi til ţann 13. desember:

eit_narrow.gif

Ţetta er X3-blossi. Hann var miklu öflugri en sá sem olli nýliđnum segulstormi sem var C3-blossi. Útskýring á styrkleika blossanna er hér.

Nćturnar á eftir prýddu falleg norđurljós himininn. Áreiđanlega eiga einhverjir íslenskir ljósmyndarar myndir af ţeim. Gaman vćri ef einhver fyndi ţćr í sínum fórum og deildi međ okkur.

Já, stjarnan okkar er fjári mögnuđ!

Minni svo í lokin á fyrri bloggfćrslu um ţá stađreynd ađ Mars verđur EKKI jafn stór tunglinu í ágúst.

- Sćvar


mbl.is Stćrsti segulstormur frá 2006
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ vćri gaman ef ţađ vćri útskýrt hvađ gröfin ţýđa. Ţađ er engin texti á y ásum ţeirra.

Ég geri mér ţó í hugarlund ađ neđsta grafiđ tákni stefnu á segulcompas.

Tryggvi (IP-tala skráđ) 5.8.2010 kl. 16:06

2 Smámynd: Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ţađ er rétt ađ ţađ mćtti koma fram. Efsta línuritiđ (Z) sýnir styrkleika segulsviđs jarđar í lóđrétta stefnu en nćsta línurit á eftir (H) styrkleika sviđsins í lárétta stefnu (í nanótesla). Neđsta línuritiđ sýnir áttavitastefnuna (í gráđum). Tekiđ nánst beint af vefsíđu segulmćlingastöđvarinnar.

Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.8.2010 kl. 16:10

3 Smámynd: Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Y-ásinn er tími sólarhringsins.

Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.8.2010 kl. 16:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband