Stjörnufræðivefurinn færir út kvíarnar

eso-logo-p3005rgb_thumb.jpgÍ sumar höfum við unnið hörðum höndum að nýjum Stjörnufræðivef. Hann verður opnaður snemma í september og er algjör bylting frá því sem fyrir er. Við hlökkum mikið til að kynna hann.

Það er okkur aftur sönn ánægja að kynna einn anga af nýja vefnum núna strax. Við höfum nefnilega tekið upp samstarf við ESO, stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, sem starfrækir marga stærstu og afkastamestu stjörnusjónauka heims, meðal annars Very Large Telescope sem eru fullkomnustu sjónaukar á jörðinni í dag. 

Nú er til íslenskur ESO vefur og gegnir undirritaður hlutverki tengiliðs Íslands við ESO. Það þýðir að ég þýði fréttatilkynningar ESO svo þær birtast alltaf á sama tíma á íslensku og þær eru gerðar opinberar hjá ESO. Þetta er okkur mikil lyftistöng og viðurkenning á okkar starfi því ESO hleypir ekki hverjum sem er að hjá sér. Tilkynning þess efnis birtist á vef ESO í dag.

Fyrstu fjórar fréttatilkynningarnar eru þegar aðgengilegar á vef ESO. Sú nýjasta fjallar um ljósmyndina hér undir.

eso1033a.jpg

En hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Tilgangurinn er fyrst og síðast að auka umfjöllun íslenskra fjölmiðla um nýjustu niðurstöður rannsókna í stjarnvísindum. Þar sem allt efni er á íslensku ætti nú að vera auðveldara að birta fréttir af alheiminum á sama tíma og þær birtast í erlendum fjölmiðlum. Ég ætla að vona að íslenskir fjölmiðlar nýti sér það til hins ýtrasta. Á Stjörnufræðivefnum verður svo ítarefni sem tengist fréttunum.

Það er mér ljúft og skylt að minnast á þátt Ottós Elíassonar, eðlisfræðinema og nýjasta penna Stjörnufræðivefsins. Hann prófarkales allt efni sem birtist á íslenska ESO vefnum.

Já og meðan ég man, við erum komnir með nýtt lógó.

- Sævar Helgi Bragason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Til hamingju með það - og fínt lógo.

Höskuldur Búi Jónsson, 13.8.2010 kl. 08:34

2 Smámynd: Arnar

Flott framtak, íslenskir fjölmiðlar misstu td. algerlega af árlegu loftsteinadrífunni í nótt (man ekki hvað þetta heitir.. P eitthvað).  Fyrir utan að þessar fáu fréttir sem koma fram hjá þeim eru ótrúlega oft ekkert sérstaklega réttar.

Arnar, 13.8.2010 kl. 09:50

3 identicon

Glæsilegt framtak. Það verður spennandi að fylgjast með hvort fleiri vísindafréttir verði birtar í íslenskum miðlum á næstu mánuðum.

Inga Rún (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband