22.8.2010 | 12:06
Stellarium - ókeypis stjörnufræðiforrit á íslensku
Stellarium er stjörnufræðiforrit sem er til á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Í forritinu er hægt að stilla inn tíma og skoða stjörnuhimininn hvaðan sem er frá jörðinni (og öðrum reikistjörnum í sólkerfinu!). Forritið er ókeypis og virkar á öllum helstu stýrikerfum: Windows, Mac og Linux.
Við erum búnir að setja upp vefsíðu með íslenskum innsetningu fyrir Stellarium, ásamt leiðbeiningum og fleiri myndum úr forritinu: http://stellarium.astro.is
Með Stellarium kemur ein íslensk panorama-landslagsmynd úr Vonarskarði sem Sveinn í Felli setti saman fyrir forritið. Við hvetjum áhugasama til þess að setja saman panorama-myndir fyrir íslensku útgáfuna og senda okkur. Nánari upplýsingar er að finna á íslensku Stellarium vefsíðunni.
Íslensk landslagsmynd úr Vonarskarði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Dugnaður er þetta! Þið eruð eflaust að gera ótrúlega fína hluti fyrir stjörnrfræðiáhuga Íslendinga.
Thumbs up!
Kristinn Theódórsson, 22.8.2010 kl. 18:38
Takk fyrir þetta.
Bestu kveðjur, Sverrir
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 24.8.2010 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.