Stjörnufræðingar finna allt að sjö reikistjörnur á braut um stjörnu sem líkist sólinni

eso1035a.jpgStjörnufræðingar hafa með hjálp HARPS litrófsrita ESO fundið sólkerfi að minnsta kosti fimm reikistjarna á braut um stjörnuna HD 10180. Sú stjarna líkist sólinni okkar. Stjörnufræðingarnir fundu að auki vísbendingar um tvær aðrar reikistjörnur. Verði tilvist annarrar þeirrar staðfest yrði hún sú massaminnsta sem fundist hefur hingað til. Þetta sólkerfi geymir því svipaðan fjölda reikistjarna og sólkerfið okkar (sjö reikistjörnur í samanburði við átta í sólkerfinu okkar). Auk þess fann rannsóknahópurinn vísbendingar um að fjarlægðir reikistjarnanna frá móðurstjörnunni fylgi ákveðinni reglu, nokkuð sem einnig sést í sólkerfinu okkar.

Meira um þetta á vef ESO... á íslensku!

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórmerkilegt, svo ekki sé meira sagt. Hvað er talið langt í HD 10180?

Hólímólí (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 20:27

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

127 ljósár!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 24.8.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú bara "rétt hinu megin við hálsinn", .. geimskilningslega séð

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband