Tunglið og Júpíter á himninum

Þegar þetta er skrifað (rétt fyrir kl. 23 á fimmtudagskvöldi) er einkar falleg samstaða tunglsins og Júpíters á himninum. Við hvetjum alla til að fara út og kíkja. Ef þú átt handsjónauka, prófaðu þá að skoða bæði fyrirbæri með honum. Á tunglinu sérðu gígótt landslag tunglsins og við Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, gætir þú komið auga á tunglin sem Galíleó sá fyrstur manna fyrir 400 árum. Enn betra er að nota stjörnusjónauka, ef þú býrð svo vel að eiga einn slíkan. Annars er alltaf hægt að kaupa eitt stykki.

Fyrir þremur dögum var ég staddur á Barðaströnd á Vestfjörðum, sá glæsilegan himinn og tók þá þessa ljósmynd:

moon_jupiter_auroras_iceland.jpg

Þú getur smellt á hana (tvisvar) til að sjá hana stærri. Á myndinni lýsir fullt tungl upp Breiðafjörð. Birtan frá tunglinu endurvarpast líka svona fallega í fjörunni. Norðurljósin dansa á dökkbláum næturhimninum. Í suðaustri glittir í Júpíter (vinstra meginn við tunglið). Þessi mynd var forsíðumyndin á SpaceWeather.com á þriðjudaginn.

Mikið getur næturhimininn verið óskaplega fallegur.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndin er næstum súrrealísk í dýrð sinni. Takk fyrir að deila þessu með okkur. Júpiter virðist bara vera í seilingarfjarlægð.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 03:16

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta er alveg glæsileg mynd, sammála seinasta ræðumanni, takk fyrir að deila myndinni með okkur 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.8.2010 kl. 09:36

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk kærlega fyrir segi ég nú bara!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 27.8.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband