31.8.2010 | 11:05
Stjörnukort fyrir september 2010
Við erum búnir að setja stjörnukort fyrir september 2010 inn á vefsíðu um stjörnuskoðun í kvöld. Stjörnukort mánaðarins hefur fengið heilmikla yfirhalningu í sumar. Búið er að bæta við leiðbeiningum um hvernig á að nota kortið og uppsetning textans aftan á kortinu er mun skýrari. Loks er búið að lagfæra útlitið á stjörnuskífunni og setja allar línur og tákn á vektor-snið sem þýðir að gæðin eru enn meiri þegar kortið er prentað út.
Reyndar eru tvær útgáfur af stjörnukorti mánaðarins núna í haust. Önnur sýnir stjörnumerkin og reikistjörnurnar á kvöldhimni á hefðbundinn hátt. Á hinni er hins vegar búið að bæta inn halastjörnunni Hartley 2. Hún á að geta sést í stjörnusjónauka í september en jafnvel með berum augum við góðar aðstæður í október.
-Sverrir
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.