Glæsileg þyrilvetrarbraut og ókeypis bók

eso1037a.jpgESO hefur birt nýja og glæsilega ljósmynd af þyrilvetrarbrautinni NGC 300. Hún líkist Vetrarbrautinni okkar og tilheyrir hópi vetrarbrauta sem kenndur er við stjörnumerkið Myndhöggvarinn. Myndin var tekin á næstum 50 klukkustundum með Wide Field Imager (WFI) í stjörnustöð ESO á La Silla í Chile. Á henni sjást hárfín smáatriði í vetrarbrautinni sem er í um sex milljón ljósára fjarlægð og þekur álíka stórt svæði á himninum og fullt tungl.

Meira á vef ESO... á íslensku!

============

Í gær kynnti ESO og Alþjóðasamband stjarnfræðinga nýja bók: Postcards from the Edge of the Universe. Í bókinni skýra 24 stjörnufræðingar frá rannsóknum sínum á aðgengilegan hátt. Bókin er mjög falleg og hægt að sækja ókeypis á pdf formi hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega flott bók. Hlóð henni niður og renndi yfir hana, aðallega myndirnar samt, svona til að byrja með. Hlakka til að glugga betur í hana.

Ein spurning, kannski heimskuleg, en ég læt vaða. Eru allar stjörnur sem við sjáum með berum augum ekki innan okkar eigin vetrarbrautar?

Hólímólí (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 04:41

2 identicon

Ég hef ekki hundsvit á stjörnufraedum....en get audveldlega svarad spurningu thinni.  Svarid er JÁ ...allar stjörnur sem vid sjáum med berum augum eru innan vetrarbrautarinnar.

Med theim fyrirvara ad thú hafir einstaklega góda sjón sem gerir thér faert ad sjá útfyrir vetrarbrautina.

Audvelt (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 07:17

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Jú mikið rétt. Þær stjörnur sem við sjáum með berum augum eru allar innan vetrarbrautarinnar. Reyndar innan tiltölulega lítils hluta hennar. Á góðu kvöldi mætti með þokkalegu móti sjá 3.000 stjörnur (á hvoru hveli jarðar). En með hjálp sjónauka birtast okkur þúsundir í viðbót.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.9.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband