16.9.2010 | 14:38
Vísindaţátturinn aftur á dagskrá og stórkostleg mynd
Vísindaţátturinn er aftur kominn á dagskrá í Útvarpi Sögu eftir dágott sumarfrí. Viđ snerum aftur á ţriđjudaginn síđastliđinn og röbbuđum ţar á léttu nótunum um nýja vefinn okkar, sjónaukaverkefniđ og veltum vöngum yfir örlögum alheimsins. Ţátturinn er kominn á vefinn.
Nú geta líka áhugasamir gerst áskrifendur ađ ţćttinum í gegnum iTunes. Á forsíđunni er hćgt ađ smella á hnapp sem á stendur "Ţátturinn í áskrift". Ţá opnast iTunes og sćkir nýjasta ţáttinn.
Í nćstu viku mćtir Ađalheiđur Jónsdóttir frá Rannís í spjall til okkar um Vísindavökuna sem fram fer föstudaginn 24. september nćstkomandi. Viđ verđum ađ sjálfsögđu ţátttakendur í Vísindavökunni og segjum nánar frá ţví sem viđ bjóđum upp á ţegar nćr dregur. Vikuna ţar á eftir kemur Steindór Erlingsson vísindasagnfrćđingur í viđtal. Ćtlum viđ ađ rćđa viđ hann um bókina Arfleiđ Darwins sem kemur út um svipađ leyti og Arnar Pálsson plöggar á fullu blogginu sínu ţessa dagana. Ađ sjálfsögđu mun allt áhugafólk um vísindi kaupa bókina. Hver veit, kannski getum viđ gefiđ eintak í beinni útsendingu.
Viđ erum sem sagt aftur komnir í loftiđ og höldum áfram ađ spjalla um vísindi á mannamáli í vetur alla ţriđjudaga milli 17 og 18 í Útvarpi Sögu.
===
Í Stjörnuskođunarfélagi Seltjarnarness er tölvugúrú og listamađur sem heitir Björn Jónsson. Hann er í alvöru talađ einhver fćrasti myndvinnslumađur sem viđ vitum um ţegar kemur ađ vinnslu mynda frá gervitunglum. Í tölvunni hans leynast allar ljósmyndir sem flestir ef ekki allir leiđangrar út í sólkerfiđ hafa tekiđ hingađ til. Björn tekur stundum gamlar ljósmyndir og vinnur ţćr upp á nýtt. Niđurstađan er alla jafna alveg stórfengleg. Ég missti nánast andlitiđ ţegar ég rakst á ţessa mynd frá honum:
Myndin er skeytt saman úr 24 ljósmyndum sem Voyager 1 tók í gegnum appelsínugula og fjólubláa síu úr um ţađ bil 1,85 milljón km fjarlćgđ. Ţetta er án nokkurs vafa besta mynd sem gerđ hefur veriđ af rauđa blettinum á Júpíter. Hana er hćgt ađ skođa stćrri hér. Björn sagđi mér ađ myndvinnslan hefđi tekiđ milli 30 og 40 klukkustundir! Á myndinni sjást ótrúleg smáatriđi í lofthjúpi Júpíters.
Til hamingju Björn međ ţessa mögnuđu mynd! Ţađ vćri ekki úr vegi ađ íslenskir fjölmiđlar birtu hana á síđum sínum í stađ endalausra mynda af einhverjum smástirnum í Hollywood.
- Sćvar
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Athugasemdir
Ég vil bara ţakka ykkur fyrir alveg frábćra ţćtti s.l. vetur á Útvarpi Sögu. Hiđ sama má segja um fótboltaţćttina á föstudögum og mánudögum. Ţiđ eruđ ljósgeislar í svartamyrkri íslenskrar útvarpsmenningar!!!!
Kveđja,
Ragnar Eiríksson,
Sauđárkróki
Ragnar Eiríksson, 16.9.2010 kl. 14:59
Takk kćrlega fyrir ađ hlusta
Stjörnufrćđivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.9.2010 kl. 11:45
Takk fyrir plöggiđ um plöggiđ.
Myndin er algerlega stórbrotin.
Arnar Pálsson, 20.9.2010 kl. 14:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.