20.9.2010 | 11:36
Júpíter og Úranus á himni
Ţiđ sem hafiđ horft til himins undanfarna daga hafiđ eflaust tekiđ eftir áberandi bjartri stjörnu á austurhimni skömmu eftir sólsetur. Ţiđ sem hafiđ líka sótt ykkur stjörnukort mánađarins á Stjörnufrćđivefnum vitiđ ađ ţetta er Júpíter, stćrsta reikistjarna sólkerfisins.
Í nótt (21. september) verđur Júpíter í gagnstöđu viđ jörđ sem ţýđir ađ hann er gegnt sólu frá jörđu séđ. Ţá rís hann yfir sjóndeildarhringinn viđ sólsetur og er hátt í suđri á miđnćtti; bjartur og fagur á himninum alla nóttina.
Tungliđ, Júpíter og norđurljósin yfir Breiđafirđi séđ frá Barđaströnd. Mynd: Sćvar Helgi Bragason
Á 13 mánađa fresti mćtast jörđin og Júpíter, ţ.e. eru gegnt hvort öđru og mynda beina línu viđ sól. Ţá tekur jörđin framúr Júpíter á leiđ sinni í kringum sólina. Jörđin og Júpíter eru ekki á fullkomlega hringalaga brautum eins og Jóhannes Kepler sýndi fram svo vegalengdin milli ţeirra, ţegar jörđin geysist fram úr, er ekki alltaf sú sama. Viđ gagnstöđuna nú er Júpíter 75 milljón km nćr jörđu en oft áđur og verđur raunar ekki eins nálćgt aftur fyrr en áriđ 2022. Ţrátt fyrir ţađ er Júpíter í nćstum 600 milljón km fjarlćgđ frá jörđinni. Seinast var hann svona nálćgt áriđ 1963. Ljósiđ er rúmlega 30 mínútur ađ ferđast ţessa vegalengd en geimfar nćstum ţví eitt ár.
Nú er ţess vegna kjöriđ tćkifćri ađ berja Júpíter augum í gegnum stjörnusjónauka, til dćmis Galíleósjónaukann. Í síbreytilegum lofthjúpi reikistjörnunnar sjást fjölmörg smáatriđi eins og skýjabelti og jafnvel rauđi bletturinn. Í gegnum handsjónauka og stjörnusjónauka sjást tunglin fjögur sem Galíleó sá fyrstur manna fyrir 400 árum síđan. Tunglin eru einstaklega áhugaverđ. Íó er nćst Júpíter og eldvirkasti hnöttur sólkerfisins. Evrópa kemur nćst og hefur kannski ađ geyma stórfengleg leyndarmál í hafinu undir ísskorpunni. Ţar á eftir er Ganýmedes, stćrsta tungl sólkerfisins, og svo loks Kallistó. Tunglin eru á fleygiferđ um Júpíter svo stundum sérđu ţrjú tungl en stundum öll fjögur.
Prófađu ađ beina handsjónauka ađ Júpíter! Reyndu ađ halda honum eins stöđugum og kostur er, t.d. međ ţví ađ leggja hann á bílţak. Í sjónsviđi sjónaukans sérđu Júpíter sem skćra stjörnu og litla punkta út frá sitt hvorri hliđ hans. Ţetta eru Galíleótunglin.
Rétt fyrir ofan Júpíter er önnur reikistjarna, Úranus. Úranus er gegnt sólu á sama tíma og Júpíter. Ţá er kjörinn tími til ađ líta á hann í stjörnusjónauka. Mađur sér ekki eins mikiđ og á Júpíter en greinir samt fölbláa skífu.
Á miđvikudaginn er tungliđ nćstum fullt, ţá rétt fyrir ofan reikistjörnurnar tvćr á miđnćtti í suđri. Á fimmtudaginn eru haustjafndćgur og á sama tíma fullt tungl. Ţađ fulla tungl sem fellur nćst haustjafndćgrum kallast haustmáni eđa uppskerumáni. Ţá er tungliđ líka í gagnstöđu viđ jörđina og rís á sama tíma og sólin sest, alveg eins og ţegar reikistjörnurnar eru í gagnstöđu.
Hér undir er kort úr Stellarium sem er ókeypis stjörnufrćđihugbúnađur á íslensku (hćgt er ađ smella til ađ sjá hana stćrri).
Ţađ er svo margt ađ sjá á ţessum stóra og síbreytilega himni. Allir út međ sjónaukana!
- Sćvar
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.