Stóra alþjóðlega stjörnutalningin 29. okt. - 11. nóv. 2010

Í dag hefst alþjóðleg stjörnutalning sem nefnist Great World Wide Star Count á frummálinu. Hún felst í því að áhugafólk úti um allan heim fer út með stjörnukort, athugar hversu daufar stjörnur er hægt að sjá á himninum og sendir inn niðurstöðurnar á sameiginlegri vefsíðu fyrir allan heiminn.

Great World Wide Star Count 2009 

Hér er hluti af niðurstöðunum frá síðasta ári (2009). Eins og sjá má tók stjörnuáhugamaður á Þingeyri þátt í verkefninu en vonandi berast fleiri mælingar frá Íslandi þetta haust. 

Það þarf enga sérkunnáttu í stjörnufræði til þess að taka þátt. Leiðbeiningarnar gera ekki ráð fyrir neinni þekkingu á næturhimninum heldur eru þátttakendur leiddir í gegnum ferlið í nokkrum einföldum skrefum.

Búið er að setja upp sérstaka vefsíðu um stjörnutalningar á Stjörnufræðivefnum. Um miðbik síðunnar er að finna leiðbeiningar fyrir Stóru alþjóðlegu stjörnutalninguna 2010. Ég tók þátt í talningunni þar sem ég bjó í Edmonton í Kanada í fyrra og ætla að taka aftur þátt í talningunni á Íslandi í ár.

-Sverrir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Fór út og skoðaði stjörnuhimininn í vesturhluta Reykjavíkur í gær. Það talsverður munur á aðstæðum til stjörnuskoðunar en ég náði samt ekki að sjá stjörnur við birtustigið +5.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 30.10.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband