Til hamingju með daginn!

9. nóvember er afmælisdagur Carl Sagan. Hann hefði orðið 76 ára í dag, hefði hann lifað. Í fyrra skrifaði ég bloggfærslu í tilefni dagsins og lýsti því þá yfir að fáir hafa haft jafn mikil áhrif á mitt líf og þessi merki maður.

Ég ætla ekki að skrifa neitt sérstakt í tilefni dagsins, heldur má ég til með að vísa á tvö góð myndskeið með þessum meistara. Hið fyrra fjallar um hvernig stjörnuryk þróaðist í lífverur og þróun lífsins. Myndskeiðið er úr Cosmos-þáttunum frábæru:

Hitt myndskeiðið er það fallegasta og áhrifamesta sem Carl Sagan skrifaði. Vangaveltur hans um jörðina og hversu dýrmæt hún og lífið á henni er:

Fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á þetta. Mér finnst að það ætti að vera skylda í skólum að horfa á þetta.

Við eigum að fara vel með jörðina og lífið á henni, hætta þessari græðgi og halda svo út til stjarnanna!

Til hamingju með daginn Carl Sagan. Þín er sárt saknað. 

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég fyllist auðmýkt. Takk og ég deili þessu á fésbók.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.11.2010 kl. 12:48

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Maður gleymir aldrei þáttum Carls Sagan. Vonandi munu þeir verða endurfluttir í Sjónvarpi allra landsmanna innan tíðar ?

Með góðri kveðju að norðan, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.11.2010 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband