Nokkrir góðir sjónaukar í jólapakkann

Það styttist í jólin og sennilega fær margt stjörnuáhugafólk sjónauka í jólagjöf. Hér undir eru nokkrir góðir sjónaukar sem við mælum heilshugar með.

SkyWatcher Skyliner Dobsonsjónauki

skywatcher_skyliner150p.jpgDobsonsjónaukar eru einfaldlega bestu byrjendasjónaukarnir. Þeir sameina einfaldleika, stórt ljósop, stöðugleika og hagstætt verð í einum pakka. Þótt þeir sýnist stundum stórir eru þeir langt í frá ómeðfærilegir og taka raunar svipað pláss og sjónaukar á venjulegum þrífótum. 

Í stjörnuskoðun skiptir ljósopið mestu máli. Því stærra sem ljósopið er því meira ljósi safnar sjónaukinn og því meiri smáatriði er hægt að sjá. Ljósopið hefur auk þess mikið að segja um hversu mikið hægt er að stækka með sjónaukanum. Hægt er að fá Skyliner Dobsonsjónaukana í tveimur stærðum, með 6 eða 8 tommu ljósop. Það nægir til þess að skoða fæðingarstaði stjarna, greina smáatriði í vetrarbrautum og skyggnast inn í stjörnuþyrpingar.

Við mælum eindregið með þessum frábæru stjörnusjónaukum og höfum bara góða reynslu af þeim. 

Sjónaukarnir fást hjá Sjónaukar.is og Sjónvarpsmiðstöðinni í Síðumúla og kosta frá 49.900 kr.

SkyWatcher Explorer-130

skywatcher_130.jpgMjög góður stjörnusjónauki á góðu verði. Hann er á svonefndu þýsku sjónaukastæði sem virkar eflaust flókið í notkun en er sáraeinfalt um leið og maður er búinn að læra á það. Þá eru þetta mjög þægilegir sjónaukar.

SkyWatcher Explorer-130 hentar til að skoða tunglið vel, reikistjörnur og djúpfyrirbæri. Með sjónaukanum er auðvelt að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og hringa Satúrnusar.

Með sjónaukanum fylgja tvö augngler sem gefa annars vegar 36x stækkun og hins vegar 90x stækkun. Gott er að kaupa eins og eitt augngler til viðbótar sem gefur millistækkun eða jafnvel meiri. 

Sjónaukinn fæst hjá Sjónaukar.is og Sjónvarpsmiðstöðinni í Síðumúla og kostar frá 39.900 kr.

SkyWatcher Skyhawk-114

skyhawk_114.jpgLitli bróðir Explorer-130 sjónaukans en alls ekki síðri. Hann hefur aðeins minna ljósop en sýnir engu að síður vel flest allt það sem Explorer er fær um að sýna manni.

Með sjónaukanum fylgja tvö augngler sem gefa annars vegar 40x stækkun og hins vegar 111x stækkun. 

Sjónaukinn kostar aðeins 29.900 kr og fæst hjá Sjónaukar.is og í Sjónvarpsmiðstöðinni.

===

Á Stjörnufræðivefnum eru góðar upplýsingar um fyrstu skrefin í stjörnuskoðun. Þar eru líka stjörnukort sem hægt er að sækja svo maður viti nú hvað er á himninum.

Og svo er bara að skrá sig í námskeið í stjörnuskoðun hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness eftir áramót og læra almennilega á gripinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband