Rautt tungl á þriðjudagsmorgun

Þetta er nú heldur snubbótt frétt hjá Mbl.is. Við viljum aðeins vísa ykkur á betri umfjöllun hér, þar sem meðal annars má finna kort og myndskeið af ferlinu. Mbl.is myndi nú gera lesendum og áhugasömum greiða með því að vísa á ítarefni annars staðar. Það er ýmislegt áhugavert að sjá þótt það komi ekki fram í þessum stubbi.

Sjá hér http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/309

Veðurspáin er ágæt fyrir höfuðborgarsvæðið á þriðjudagsmorguninn. Vonandi að myrkvinn sjáist sem víðast.


mbl.is Tunglmyrkvi sést á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég hlóð niður stellarium forritinu eftir að þið mæltuð með því og er alveg yfir mig ánægður með það. Þess vegna mæli ég með því að sem flestir sem hafa áhuga á sólkerfinu okkar og stjörnunum fái sér þetta forrit. Stellarium.org.

Hörður Sigurðsson Diego, 20.12.2010 kl. 10:31

2 identicon

Ánægður með að heyra það. Mæli reyndar frekar með niðurhali af íslensku síðunni http://stellarium.astro.is því þar kemur sjálfkrafa upp íslenskt landslag, íslenska sem tungumál og Reykjavík sem staðsetning.

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 12:59

3 identicon

Það er ekki hægt að bera umfjöllun ykkar saman við stubbinn á mbl.is nei. Hvaða stórskáld sér eiginlega um að búa til fréttirnar fyrir ykkur? Það er hreinn unaður að lesa um þessa jólakúlu.

Aðdáandi (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:01

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Já, þarf að muna það: http://stellarium.astro.is

Annars hef ég haft alveg óskaplega gaman af því að geta skoðað sólkerfið og stjörnurnar bæði frá öðrum stöðum á jörðinni og svo frá öðrum plánetum eins og stellarium býpður upp á. Mæli t.d. með því að fólk staðsetji sig á Venus og skoði hreyfingu tungls í kringum jörðina á 10-földum hraða!

Hörður Sigurðsson Diego, 20.12.2010 kl. 13:57

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Stellarium er alveg virkilega flottur hugbúnaður og ekki sakar að hann er ókeypis og á íslensku.

Aðdáandi, ég ber víst ábyrgð á þessari jólakúlu. Á ég ekki bara að segja takk!

Kv. Sævar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 20.12.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband